Sunday, December 7, 2014

Unaður.

Mjólkur, sykur og hveitilausar kókoskúlur
Ég viðurkenni það alveg að þetta hljómaði ekkert sem nein himnasending í mínum eyrum.
En ég ákvað samt að henda í þetta.
Aðeins að reyna að drukkna ekki í sykri og sukki, þið skiljið.


Ég byrjaði náttúrulega á því að ráða til mín aðstoðarmann.

Svo bara öllu sullað saman ofan í matvinnsluvélina góðu sem sá um að hnoða herlegheitunum saman.

2 dl   Döðlur
1/2 dl   Lífrænt kakó
1 dl   Kókosolía


Svo er það ca. 3 dl   kókosmjöl

Svo skellti ég bara "drullinu" á bökunarpappír og setti kókosmjölið yfir og hnoðaði það saman við. Það er auðvitað alveg í góðu að velta bara kúlunum upp úr því í lokin, en þetta hrynur minna af og er því aðeins barnvænna ef þetta er bara allt klesst saman.

Svo var bara hnoðað í kúlur, og whola...
Skellt inní ísskáp!



Þetta er sjúklega gott!!
Finnst mér allavega.
Mæli með þessu.

Adam var þó ekki lengi í paradís, því þegar ég var að berjast við að vera svona í hollari kantinum, sykurlaust og allar græjur skiljiði. Kemur þá ekki hann Hannes minn inn í eldhús og finnst það nú frábær hugmynd að skella í nokkrar bökunarplötur af lakkrís- og súkkulaðitoppum. 


Jebb. Þar fór það. Þetta prýðir eldhúsbekkina mína núna.
Ég grennist ekki í dag sennilega!
Ands..... afhverju er þetta svona mikil fullnæging í munni?!
Jæja, það kemur víst dagur eftir þennan dag. Eða við skulum vona það allavega.

Over and out.




Saturday, November 29, 2014

Ísland

Útskorið Ísland með díóðulýsingu á bakvið



Finnst þetta mjög töff.
Það er hann Hlynur Sveinsson sem er að framleiða þetta, og þetta kemur í 2 stærðum.

75x50cm : 35 þúsund
52x50cm : 20 þúsund




Mæli með þessu!
Alveg ótrúlega fallegt finnst mér.


Svo er hægt að fá útskorin límmiða með ljóði, setningu eða hverju sem er að eigin vali fyrir 5.000 kr aukalega.

Hann bíður líka upp á aðra liti en svart eða hvítt fyrir 5.000 kr aukalega.

Það er fallegast að hengja landið yfir veggdós, en þau afhendast með 2 metra snúru og kló.


HÉR er hægt að ná sambandi við Hlyn í gegnum facebook.


Thursday, November 20, 2014

Klói



Svona í alvörunni. Afhverju mátti Klói ekki bara vera eins og hann var?
Afhverju þurfti hann að verða massaður?
Ég vil gamla Klóa aftur!

"Íslenska auglýsingastofan sá um breytingarnar á Klóa. „Umbúðum hefur verið breytt reglulega til að færa vöruna til nútímans en uppskriftin er alltaf sú sama,“ bætir Baldur við."

Mhm, vegna þess að allir í dag eru massaðir? eðaaa..?

Ég er að verða eins og Hildur Lill staðalímyndanna.. Sorry memmig!




Tuesday, November 18, 2014

Dagur 6

Jæja, dagur 6 í þessu hérna!

Nenni ekki að gera þetta á hverjum degi, svo ég bara geri þetta þegar mér hentar.
Svo mikið rebel sjáiði til.

En, dagur 6 - A photo of an animal you'd love to keep as a pet.



Pöndur eru bara svo sjúklega sætar. 
Veit samt ekki afhverju, þær bara eru það!
Svo knúsi- og kúrulegar, örugglega svo sjúklega mjúkar.
Og þessi augu? Er hægt að neita þessum augum?

Verst bara að þær eru sennilega ekki blíðustu kvikindin.

Hver ætlar að gefa mér pöndu?
Verður að vera kassavön og ormahreinsuð!


Sunday, November 16, 2014

Bara rabbabara.

Einu sinni var Miley Cyrus bara voða sæt og fín...


... Og svo bara ...


















Nei, mér datt bara í hug að ykkur vantaði kannski hugmyndir að outfitti. 
Jólin að koma og svona.

Ef hún er ekki með'etta, hver er það þá?
Hehemmmm....

Yfir og út!


Saturday, November 15, 2014

Módel í yfirstærð


Titill fréttar er "Íslensk fyrirsæta í yfirstærð situr fyrir í myndaþætti Vogue".
Og ég skrolla niður og sé m.a. þessa mynd.
Í alvöru. Yfirstærð?
Þetta er eiginlega bara sorglegt. Hvert er heimurinn að fara?
Skrítið að litlar og mjóar stelpur tali um að þær séu feitar nánast frá byrjun grunnskóla.

Jájájá, Stefanía fékk smá 'reality check'. Kannski bara 15 árum á eftir öllum hinum eða eitthvað. En betra er seint en aldrei! 
Þessar staðalímyndir eru alltof sjúkar.

Smellum í nokkrar myndir af frægum módelum.....







Ég gæti haldið áfram lengur.
En þessar konur eiga það allar sameiginlegt að vera Oversized / Plus-size módel. 
Engin orð.

Yfir og út.

Offitusjúklingurinn!


Tuesday, October 14, 2014

Day 5..

Áður en ég skeit upp á hnakka hérna fyrr í sumar var ég byrjuð á þessu hérna ...

Núna á ég að vera að læra af mér bossann í náttúrufræði, þar sem ég fer í lokapróf á miðvikudagsmorguninn. En í staðinn sit ég hérna og skoða bloggsíður og spjalla við Gússý mína! 
Skamm ég! Ég kann ekki að læra undir próf, ugh.

En svona þar sem það er auðveldast í heimi að finna sér eitthvað að gera þegar ég á að vera að læra þá ætla ég að demba mér í dag nr. 5 í þessu drasli.

5) A photo of yourself two years ago



Þetta eru einu myndirnar sem ég fann af mér frá því í október í fyrra. 
Gaman að'essu!


Thursday, October 9, 2014

Líður að afmæli...









Jább. Thelma Rós er að verða 1 árs!! Krakkinn sem ég fæddi bara í gær.

Og þá byrjar geðveikin. Að velja köku! 
Ég verð náttúrulega eitthvað gúgú, meira en venjulega, þegar líður að afmælum.

Ég virðist aldrei geta sætt mig bara við skúffuköku með kremi. Nei, þarf alltaf að flækja þetta duglega fyrir mér.

Spurning hvernig þetta endar.
Ég er með vissar hugmyndir í kollinum.