Sunday, December 7, 2014

Unaður.

Mjólkur, sykur og hveitilausar kókoskúlur
Ég viðurkenni það alveg að þetta hljómaði ekkert sem nein himnasending í mínum eyrum.
En ég ákvað samt að henda í þetta.
Aðeins að reyna að drukkna ekki í sykri og sukki, þið skiljið.


Ég byrjaði náttúrulega á því að ráða til mín aðstoðarmann.

Svo bara öllu sullað saman ofan í matvinnsluvélina góðu sem sá um að hnoða herlegheitunum saman.

2 dl   Döðlur
1/2 dl   Lífrænt kakó
1 dl   Kókosolía


Svo er það ca. 3 dl   kókosmjöl

Svo skellti ég bara "drullinu" á bökunarpappír og setti kókosmjölið yfir og hnoðaði það saman við. Það er auðvitað alveg í góðu að velta bara kúlunum upp úr því í lokin, en þetta hrynur minna af og er því aðeins barnvænna ef þetta er bara allt klesst saman.

Svo var bara hnoðað í kúlur, og whola...
Skellt inní ísskáp!



Þetta er sjúklega gott!!
Finnst mér allavega.
Mæli með þessu.

Adam var þó ekki lengi í paradís, því þegar ég var að berjast við að vera svona í hollari kantinum, sykurlaust og allar græjur skiljiði. Kemur þá ekki hann Hannes minn inn í eldhús og finnst það nú frábær hugmynd að skella í nokkrar bökunarplötur af lakkrís- og súkkulaðitoppum. 


Jebb. Þar fór það. Þetta prýðir eldhúsbekkina mína núna.
Ég grennist ekki í dag sennilega!
Ands..... afhverju er þetta svona mikil fullnæging í munni?!
Jæja, það kemur víst dagur eftir þennan dag. Eða við skulum vona það allavega.

Over and out.




No comments:

Post a Comment