Tuesday, January 7, 2014

Uppáhalds töppó!

Mér hefur alltaf fundist Tupperware svona örlítið ofmetið. 
Vissulega mikið af frábærum vörum samt, og ég á alveg eitthvað sjálf.
En það sem ég elska mest, er klárlega ommilettuboxið!
Þetta er svo mikil snilld fyrir letingja eins og mig sem nenna aldrei að vera að elda sér eitthvað, því þetta tekur enga stund og maður þarf ekkert að hafa fyrir þessu.

Þetta er boxið. Voðalega venjulegt plastbox bara lítur út fyrir að vera, hehe.


Svo tek ég bara 3-4 egg og hræri þau saman.


Sker svo eitthvað grænmeti og hendi í boxið og eggin með.
Hægt að setja hvað sem er í þetta, bara eftir smekk.
Þarna setti ég smá skinku, rauða papriku, græna papriku og brokkolí.
Vanalega sleppi ég samt brokkolíinu og er með sveppi í staðinn.
Svo er fínt að krydda aðeins.


Svo hendir maður þessi bara í örbylgjuofninn í 2,5 - 3,5 mín. Misjafnt eftir örbylgjuofnum.
Og þá ertu bara komin með ommilettu, sem er ótrúlega góð, og holl!

Ég án gríns elska þetta box!
Passlega idiot proof og fljótlegt fyrir mig til að nenna að standa í þessu, því ég nenni aaaldrei að gera mér ommilettu á pönnu. Letiblóð.





No comments:

Post a Comment