Þegar við keyptum húsið okkar byrjuðum við á því að mála allt húsið að innan, enda kannski örlítið of fjölbreytt litavalið fyrir minn smekk.
Eitt svefnherbergið var allt málað dööööööökkblátt, ofninn, veggir og bara allur pakkinn ásamt því að veggirnir voru svolítið illa farnir.
Svona var það, verst að ég á ekki myndir af öllu herberginu.
En eftir dágóðan slatta af spasli og tilheyrandi, ásamt fjórum umferðum af málningu þá er ööööörlítið bjartara yfir herberginu.Þetta er eiginlega bara eins og annað herbergi.
Og drengurinn er ekkert lítið sáttur með herbergið sitt.
Það er samt smá eftir sem ég á eftir að gera. Hillur, myndir, smá skreytingar á veggina og fleira sem ég er með í kollinum en á eftir að framkvæma. Það kemur!
Pinterest er hættulegt tól þegar ég kemst á skrið með að skoða hugmyndir fyrir barnaherbergi. Úbbs.
Vonandi sem fyrst munum við svo fara í það að útbúa herbergið hennar Thelmu.
Ég get ekki beðið. Ég er með svoooo margar hugmyndir í kollinum fyrir það, að guð minn góður þegar ég kemst í þurfa að útfæra þær, haha.
Ég vona svo að veðrið í sumar verði gott svo við getum málað húsið að utan.
Ó, hvað ég get ekki beðið eftir þeim degi sem því verki verður lokið!
No comments:
Post a Comment