Wednesday, January 29, 2014

Kjánahlutir dagsins.

Ég elska að skoða kjánalega hluti sem eru seldir á netinu. Kínverjar eru meistarar í að búa til eitthvað sem ég stundum skil ekki alveg tilganginn með, haha. Það skemmtilega við þetta er svo að fólk virðist kaupa suma þessa hluti alveg villt og galið. 


Þetta fallega banana iphone hulstur er hægt að fá fyrir rúman 1000 kall. Tilgangurinn er þó óljós í mínum huga. Ég myndi ekki nenna að vera með risastóran banana alltaf í vasanum, mér finnst síminn nú alveg taka nóg pláss fyrir.


Okey, mér finnst þetta aðeins of fyndið! Duckface Dog heitir þessi eðal græja.
Ef hundurinn þinn geltir stanslaust þegar þú ferð með hann út, þá bara hendiru á hann duckface dog og vandamálið er úr sögunni. Þú getur þar með farið í friðsælan göngutúr með hundinn þinn sem lítur út eins og kafloðin önd með fjórar fætur. Og ekki nema 500 kr stykkið. Það sem kínverjum dettur ekki í hug.


Það er nauðsynlegt að geta klætt símann sinn í nærbuxur. Og svo er náttúrulega gott að eiga nokkrar til skiptanna. 100-200 kr fyrir stykkið. Gjöf en ekki gjald!


"Þreytt/ur á að vera sagt að þú megir ekki labba á grasinu? Ertu náttúrubarn en hatar að stíga á eitthvað oddhvast í grasinu? Fáðu þér þessa gras-sandala og þú getur labbað á fersku grasinu hvar sem er."
Já, þetta er lýsingin á þessum fallegu gras-sandölum. Sem er nú ekki frásögu færandi, nema hvað að parið kostar "ekki nema" tæpar 7000 kr. Hverjum langar ekki í eina svona til þess að svala náttúruþörfinni? Ja, ég veit ekki.


Ég hef reyndar séð margt vitlausara! Hversu kósý er þetta á stórum flugvelli eða eitthvað að geta bara smellt út stýrinu og brettinu og hlaupahjólað með töskuna þína í gegnum flugvöllinn? Haha. Kostar ekki nema 35 þúsund kall og svo kostar annan 35 þúsund kall að senda gripinn til Íslands. Sælinú!


Þetta er kannski ágætt fyrir fólk eins og mig sem liggur mjög reglulega á bakinu í rúminu og í símanum. Og missir svo símann í andlitið á sér. Helv... 


Hámark letinnar? Mögulega.

Já, þið lásuð rétt. Þetta er bolli sem hrærir í sér sjálfur.
Ég held ég missi bráðum trúna á mannkyninu. Það er líka hægt að nota bara skeið?


Svona ef þig langar skyndilega að öskra en vilt ekki vera með læti, þá er nauðsynlegt að eiga öskur-vasann.


Nauðsynlegt á hvert heimili! 

Haha, ég elska þetta...



2 comments:

  1. Eeer asnalegt að mig langar alveg í nokkra hluti:$
    Kveðja þessi sem eeeelskar að kaupa eitthvað tilgangslaust :p

    ReplyDelete
    Replies
    1. Haha, alls ekki! Ég væri alveg til í hlaupatöskuna, já og gæjann til þess að hengja símann fyrir ofan andlitið á mér (þá hætti ég að missa hann í andlitið sjáðu til).

      Veit ekki með restina, haha.

      Delete