Okey, okey, okey. Ég skammast mín!
S O R R Y !
Svo ég byrji bara á því að afsaka mig strax, þá er ég búin að vera að vinna ótrúlega mikið í sumar, og þess á milli var ég bara oftar en ekki að gera eitthvað allt annað, njóta sumarsins til dæmis. Og já, ég skeit upp á bak með þessa bloggsíðu á meðan!
En nú er veturinn að koma í allri sinni dýrð.
Vinnan farin að minnka svo að nú skal ég standa mig.
Ekki það að ég hafi verið að slá frá mér einhvern gífurlegan fjölda lesenda með því að gleyma að blogga, en ég meina þú.. og þú.. þið þarna tvö eða eitthvað. Hæ aftur!
Annars er sumarið búið að vera æði! Ég gæti gert óralangan úrdrátt um það og prumpað inn skrilljón myndum meððí, en ég ætla að hlífa ykkur við því. Í bili allavega.
Mamma mín er snillingur og splæsti í þennan hjólavagn.
Og ég hef ekki hjólað jafn mikið síðan ég var 6 ára.
Loksins get ég skellt mér út að hjóla, þó ég sé ein með bæði börnin.
Love it!!
.. Og svona fyrst við erum að tala um hjól.
Þá splæsti pabbi minn svo í þetta snilldar tengihjól handa Brynjari.
Honum finnst fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla með afa sínum!
Já, foreldrar mínir eru hjólasjúkir :)
Þá splæsti pabbi minn svo í þetta snilldar tengihjól handa Brynjari.
Honum finnst fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla með afa sínum!
Já, foreldrar mínir eru hjólasjúkir :)
Ætla nú bara að byrja þetta í rólegheitunum.
Þangað til næst bara!
Þangað til næst bara!
Haha ég er hér enn að fylgjast með!
ReplyDelete