Monday, November 25, 2013

Er þetta málið?

Þar sem líf mitt þessa dagana einkennist helst af kúkableyjum, brjóstamjólk, tölvuhangsi og sjónvarpsglápi, þá ákvað ég að henda í eitt stykki bloggsíðu. Svona aðeins til þess að rifja upp gamla tíma og þá kannski get ég 'gripið' í eitthvað þegar mér leiðist. 
Eða þegar ég á að vera að gera eitthvað annað og vantar einhverja afsökun til þess að sleppa því. Djók.
Sýnist þetta líka vera að detta örlítið í tísku aftur, og ég þarf náttúrulega alltaf að vera eins og allir hinir.

En ég er sennilega búin að klára internetið 853.320 sinnum á undanförnum vikum og mánuðum, svo að mér datt í hug að ég gæti kannski skrifað eitthvað misgáfulegt af og til um mitt annars tilbreytingalitla líf. 
Lofa því ekki að það verði eitthvað spennandi úr því, enda kannski ekki hægt að búa til marga pistla um kúkableyjur og tilheyrandi. Ég skal nú samt reyna að halda þeim í lágmarki og reyna að finna upp á einhverju gáfulegra til þess að skrifa.
Lofa því heldur ekki að það verði stutt á milli blogga. Kannski fyrst, en svo hef ég trú á því að það muni lengjast. Svona ef ég þekki mig rétt.
Ég er best í að byrja á einhverju. Aðeins verri í því að halda því áfram. 


Annars svona þangað til mér dettur næst í hug að skrifa eitthvað hérna. Þá fyrir þá sem vantar eitthvað til að horfa á. Þá er ég húkt á þáttum sem heita Arrow. Mæli með þeim.
Getið séð trailer af þáttunum hér.
Um leið og þú dettur inn í þetta, þá er ekki aftur snúið. Það er bara þannig.
Ég hefði aldrei byrjað að horfa á þetta af eigin frumkvæði. 
Gaur með boga? No way. 
En Hannes byrjaði að horfa á þetta, og ég datt alveg óvart inn í þátt númer 2. Og líf mitt breyttist. Núna ligg ég andvaka kvöldið áður en næsti þáttur kemur út. Kannski ekki alveg, en næstum því.







Þetta er ekki alslæmt combo. Bara alls ekki.

Ok. Ég er farin að sofa.





No comments:

Post a Comment