Friday, May 30, 2014

Hitt heimilið mitt þessa dagana..



Þetta er nákvæmlega það sem er búið að vera að gerast hjá mér undanfarnar 2 vikur.
Undirbúningur á opnun þessu geggjaða hóteli sem er búið að byggja fyrir okkur hér á Fáskrúðsfirði. 3 stjörnu hótel með 4 stjörnu veitingahúsi. Awesome!
Svo þið afsakið bloggleysi og gefið mér smá séns meðan þetta er allt að detta í gang ;)
Eftir 16 tíma vakt er mín fyrsta hugsun ekki að setjast við tölvuna og henda inn bloggi, sorry memmig!


Þjónateam-ið á veitingastaðnum, sem heitir L'Abri, samanstendur af 4 snillingum að sjálfsögðu.. Mér, Guðmari, Hildi og svo Ármanni sem kemur vonandi á næstu dögum. 
Þetta er bara ótrúlega spennandi og skemmtilegt þrátt fyrir brjálaða vinnu frá morgni til kvölds undanfarna daga, þá er þetta allt að smella.
Mæli með þvi að allir kíki á okkur, þó það sé ekki nema til að skoða fína nýja hótelið okkar!




Sigga Kling mætti í öllu sínu veldi í gær og skoðaði hótelið og Unnar Ari heillaði um 44 franska ferðamenn með því að byrja á því að fljúga á hausinn á bryggjunni en taka svo 3 góðar stungur í sjóinn! Fagmennska, haha.




Franska safnið okkar var fært á hótelið, en það er tileinkað frönsku sjómönnunum sem voru hérna í denn og það er ekkert smá flott! 






Tekið af heimasíðu FosshótelFosshótel Austfirðir er þriggja stjörnu hótel á Fáskrúðsfirði. Húsið er merkilegt fyrir margra hluta sakir en í því var franski spítalinn um árabil. Húsnæðið hefur verið endurgert og sýning sett upp um franska sjómenn á svæðinu. Við enduruppbyggingu húsanna hefur verið lögð áhersla á að endurnýta
byggingaefni eins og hægt er. Á hótelinu verður glæsilegur veitingastaður L'Abri, en L'Abri þýðir skjól.



Sunday, May 25, 2014

Day 4

4) Your favorite photograph of your best friend.



 




10000000000000000000000 minningar í örfáum myndum.
Gat ekki valið bara eina.

<3



Monday, May 19, 2014

Day 3: Your favorite store

Æj, bara svona því H&M bregst manni einhvernveginn aldrei :)




-o-



-o-






Sunday, May 18, 2014

Dóra Landkönnuður

Ég skil ekki alveg þá sem markaðssetja Dóru Landkönnuð og félaga.
Er ekki gert ráð fyrir að strákar geti haft gaman af henni líka?

Það er allstaðar verið að selja Dóru náttföt, Dóru skó, Dóru boli, Dóru hitt og Dóru þetta.
En ég hef ekki ennþá séð neitt sem er ekki fyrir stelpur?

Ég veit það t.d. að hann sonur minn myndi sennilega hoppa hæð sína yfir Dóru og Klossa skóm, eða Dóru og klossa náttfötum, en ég er kannski ekki alveg að fara að setja greyið drenginn í þetta:

 

eða jafnvel þetta:



Það hlýtur að vera hægt að framleiða eitthvað með þessum fígúrum sem er ekki allt morandi í hjörtum, blómum og glimmeri?

Bara svona létt sunnudagspæling.

Adios!