Sunday, May 18, 2014

Dóra Landkönnuður

Ég skil ekki alveg þá sem markaðssetja Dóru Landkönnuð og félaga.
Er ekki gert ráð fyrir að strákar geti haft gaman af henni líka?

Það er allstaðar verið að selja Dóru náttföt, Dóru skó, Dóru boli, Dóru hitt og Dóru þetta.
En ég hef ekki ennþá séð neitt sem er ekki fyrir stelpur?

Ég veit það t.d. að hann sonur minn myndi sennilega hoppa hæð sína yfir Dóru og Klossa skóm, eða Dóru og klossa náttfötum, en ég er kannski ekki alveg að fara að setja greyið drenginn í þetta:

 

eða jafnvel þetta:



Það hlýtur að vera hægt að framleiða eitthvað með þessum fígúrum sem er ekki allt morandi í hjörtum, blómum og glimmeri?

Bara svona létt sunnudagspæling.

Adios!



1 comment:

  1. Já er bara sammála þér. Það er eins og að allir kvenkyns karakterar eigi að vera fyrir stelpurnar og karlkyns fyrir strákana. Þetta er mjöööög spes

    ReplyDelete