Thursday, May 1, 2014

Keikó.

Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að geta farið þennan gullna meðalveg, já eða yfir höfuð vita hvað það er eiginlega. Það er vanalega bara allt eða ekkert.
Getur verið bæði kostur og galli, oftar en ekki galli samt.

Áður en ég eignaðist börn var ég ógeðslega létt, já ég segi ógeðslega því það var bara alls ekki fallegt og bara frekar ógeðslegt, hehe. Var eins og illa haldin anorexíusjúklingur þó ég segi sjálf frá!



Ég þurfti t.d. belti til þess að halda Diesel buxum nr. 26 upp um mig, því þær voru alltof víðar. 
Í dag væri ég heppin ef ég kem ökklanum í þær buxur.

Sjá þessar byssur maðör!



Jájá, tapaði mér aðeins þegar ég byrjaði að skoða þessar gömlu myndir og gat náttúrulega ekki valið bara eina. 
Þið vitið.. allt eða ekkert..

Þarna er ég samt orðin ólétt og búin að bæta slatta af kílóum á mig, eins og sést.. eða sést ekki!

Ég var samt sennilega mjórri en ég hef nokkurn tíman verið í kringum tvær fyrstu myndirnar samt, á hinum er ég frekar búttuð miðað við þá, eða þið vitið.

En já.. Svo kom barn í bumbu með tilheyrandi kílóum og meððí..
Ég varð náttúrulega að taka öfgana í hina áttina og verða nett kringlótt bara.
Allt eða ekkert.
Þá var það auðvitað bara að borða allan matinn, eða sleppa því að borða.
Svo auðvitað borðaði ég bara allan matinn. 
Eða það virðist hafa verið þannig allavega þegar ég sé myndir.

Það var svo þegar ég rakst á eftirfarandi mynd sem ég fékk vægt áfall og langaði að loka augunum og vona að þessi hvalur yrði horfin af myndinni þegar ég myndi opna þau aftur.


Hvað er að frétta? Bara ekki neitt? Nei ég hélt ekki.
Afhverju var engin búin að taka það að sér að binda mig aftan í bílinn sinn og segja mér að hlaupa?

Þessi mynd sýndi mér það að ég augljóslega var sjúklega blind á það hvað ég var mikil bolla.
Því mér fannst ég aldrei hafa verið SVONA feit. Sjitt!

Þarna allavega sá ég það að það gengi ekki lengur að ég myndi liggja í sófanum og éta það sem mér sýnist, að ég yrði að gera eitthvað í þessu ef ég ætlaði ekki að enda eins og Keikó endurfæddur.


Ég er allavega búin að vera að vinna í því að kveðja þessa bollu sem er hér fyrir ofan frá því ég átti Thelmu Rós og það gengur bara ágætlega.
Ég á ennþá slatta eftir en þetta kemur.
Byrjaði bara á því að vera sjálf í ræktinni með prógram af netinu og borða það sem ég hélt að væri að borða hollt.
Í byrjun apríl byrjaði ég svo í þjálfun hjá Margréti Gnarr, eða Midgard Fitness ! 
Fíla það í tætlur og gengur miklu betur eftir að ég byrjaði hjá þeim. Algjörir snillingar!!
Matarræðið er loksins orðið eitthvað gáfulegt hjá mér og æfingarnar líka.
Nú er ég bara að vinna í því að skafa vel af mér og styrkja mig í leiðinni, vúbbídú.
Mæli alveg eindregið með þeim:



En að kjarna málsins...
Þá henti ég í eina svona 'árangursmynd'..
Það finnst öllum gaman að segja frá því þegar þeim gengur vel held ég.
Montrassinn ég er þar ekkert undanskilin.
Mörgum finnst líka svona árangursmyndir sjúklega kjánalegar, það verður bara að hafa það.
Þeir geta þá hætt að lesa núna (og hefðu sennilega átt að vera löngu hættir að lesa þegar þau sáu í hvað stefndi, hehe) :)


Það eru 15 kg á milli þessara mynda.
Ég er svo búin að missa 3 í viðbót frá því myndin hægra megin var tekin, en ég á samt alveg svolítið í land til þess að verða sátt.

Ég fá ennþá smá gubb í hálsinn þegar ég sé vinstri myndina, og guð minn eini, aldrei mun ég leyfa mér að verða svona aftur! 
Samt er ég svolítið fegin að þessi mynd sé til, því í hvert skipti sem ég hugsa um að gefast upp eða detta í eitthvað meidjör sukk, þá kemur þessi mynd upp í hugann á mér og hún peppar mig áfram.

Ég hélt á tímabili að mér væri bara ætlað að vera bolla að eilífu, ég myndi bara aldrei ná neinu af þessu af mér.
Það var að sjálfsögðu bara því ég var ekki að borða rétt né hreyfa mig rétt eða nóg.
En þegar það er komið í lag þá er þetta fyrst möguleiki.
Viðurkenni samt alveg að ég mun seint segja "þetta er sko ekkert mál". 
Mér finnst þetta alveg stundum erfitt og langar alveg stundum að beila bara á þessu og fá mér hambó og kók því ég sé ekki árangurinn nógu hratt. 
En þá skoða ég líka bara þessa fínu bollumynd af mér og snarhætti við!
Aldrei aftur.


En nóg komið af monti, þetta átti nú aldrei að verða svona langt, vúbbsí og vandró og allt það.
Bæjó.



2 comments:

  1. Haha sjá þennan technonagg sem þú varst!
    Þú ert dugleg, en mér finnst þú alltaf sæt hvernig sem þú ert! :))

    ReplyDelete
  2. Ert svo fiiiiiine görl! :D Sjúklega dugleg :)

    ReplyDelete