Núll.
Eins.
Tveggja.
Þriggja.
Fjögra.
Fimm.
Sex.
Bíddu...
SEX!?
Litla barnið sem ég fæddi í gær er orðið 6 mánaða.
Það er löngu hætt að vera sniðugt hvað tíminn líður hratt eftir að maður eignast börn.
Eiginlega bara frekar óhugnalegt!
Ég er alltof ung til þess að verða gömul. Bíðum aðeins með þetta bara.
Ég næ án gríns ekki að fylgjast með núorðið. Einn daginn eru jól og korteri seinna eru komnir páskar :/
Hættið nú alveg!
Til þess að kóróna þetta algjörlega, þá eru ekki nema tæpir 2 mánuðir í að Brynjar verði 3 ára.. já, ÞRIGGJA!
Og jájá, ég átta mig á því að þegar ég á eitt þriggja ára og eitt hálfs árs. Þá er ég orðin gömul.
Ó, mig auma.
Ég sem ætlaði bara að vera alltaf sautján.
No comments:
Post a Comment