Wednesday, April 23, 2014

Nýjasta æðið mitt.

Afhverju var ég ekki búin að kynnast þessari dásemd fyrir LÖNGU síðan??
Neinei, í staðinn hef ég barist við það með öllum mögulegum krókaleiðum að læra að drekka helv... kaffi!! Með bókstaflega engum árangri.

Eftir svefnlausar nætur síðustu 3 árin hef ég óskað þess ansi oft að ég gæti bara drukkið þetta árans kaffi svo ég þyrfti ekki að nánast hlaupa stanslaust í hringi til þess að sofna ekki ef ég var alveg að leka niður af þreytu.
Spáði ekki einu sinni í þessu Amino drasli sem allir voru að tala um, ekki heldur þó Hannes væri búin að kaupa dunk af þessu. Heldur færði ég hann bara reglulega á milli skápa ef hann var eitthvað fyrir mér, en ekki datt mér í hug að prófa þetta, nei þetta var bara eitthvað duft-drasl.

Ég sló þó til um daginn, svona áður en dunkurinn myndi renna út, og smakkaði smá.
Og heilagur andi og allir hans fylgisveinar.. i'm in love

Já, það er bara þannig. Ég elska þetta.


Ég get ekki lofað þetta nógu mikið sennilega. 
Þetta er búið að bjarga mér í gegnum ansi marga þreytta daga undanfarið.
Svo er þetta líka eðal pre-workout.

Mæli bara með þessu fyrir alla! 
Náttúrulegt koffín, grænt te, aminósýrur, glútamín, engin sykur, engin fita, 10 hitaeiningar o.s.frv.
Hljómar vel.
Tek það samt fram að ég er alls ekkert að sulla einhverjum tugum lítra af þessu í andlitið á mér á dag, hehe. 

Ég hef bara smakkað Orange, og finnst það bara mjög gott.
En allar góðar hugmyndir vel þegnar þar sem það eru til fuuuuullt af brögðum og það kemur að því að ég þarf nýjan dunk? 
Green apple, lemon lime.. ég fæ bara illt í súru kirtlana?? er ég í ruglinu þar eða?





3 comments:

  1. ég varð fyrir riiisa vonbrigðum þegar ég smakkaði lemon lime! en green apple er hinsvegar sjúklega gott! annars finnst mér fjólublái verstur, það er eh grape bragð en blár er mjög fínn.. rauði er mjög góður og bleiki watermelon er líka fínn, þurfti samt aðeins að venjast honum! en annars á green apple alla mína ást þessa dagana haha mæli með honum næst ;-)
    kv. amino sjúkust

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég veit að þú myndir ekki bregðast mér, svo ég tjekka á þessu! haha

      Delete