Fyrir svolitlu síðan setti ég tásurnar á börnunum í trölladeig, bara svona því mér finnst það svo krúttlegt.
Var svo beðin um að henda uppskrift og meððí hérna inn á bloggið, svo here it comes:
Uppskriftin sem ég gerði var frekar stór, svo ég helmingaði hana.... og helmingaði svo helminginn.... þið skiljið! En það var bara akkúrat passlegt í tvö fótaför.
En hér er hún (stór), þið getið svo bara gert minnkað hana eða stækkað hana eftir því hvað þið ætlið að fara að gera.
Þetta er afskaplega auðvelt og mjög svo idiot-proof. Sem sannast á því að mér tókst þetta án stórvægilegra vandamála.
4 bollar hveiti
2 bollar salt
2 bollar salt
2 msk matarolía
2 bollar vatn (tæplega)
1. Blandið þurrefnunum saman.
2. Blandið olíunni og vatninu saman.
3. Blandið svo öllu saman og hnoðið.
Svo er bara að móta deigið.
Svo er þessu hent inn í ofn á 120°c í 3-5 klst.
Mig minnir að ég hafi haft þetta í tæpar 3,5 klst, en þið bara athugið með þetta og prófið að "banka" í þetta og þegar þetta er orðið hart þá ætti þetta að vera tilbúið :)
Svo málaði ég þetta, en það er nú ekki nauðsynlegt.
Og nú er þetta komið upp á vegg.
Mæli með því fyrir þá sem ætla að gera eitthvað til þess að hengja upp á vegg að muna eftir því að gera ráð fyrir því áður en þið bakið þetta, mehe. Ég fattaði það sem betur fer mjög stuttu eftir að ég setti þetta í ofninn að ég gleymdi að gera göt til þess að hengja upp, svo ég gat reddað því ;)
.. og já, gleðilega páska!
No comments:
Post a Comment