Stundum er ég bara ekki tengt við umheiminn held ég.
Var engan veginn að kveikja á perunni að ég væri að fara að skíra....
... núna á laugardaginn!!
Ákváðum daginn einhvertíman í byrjun janúar, og þá fannst mér apríl vera í órafjarlægð, svo ég var eeeeekkert að spá í þessu.
Fattaði það um helgina að það væri korter í skírn og stökk í að biðja Jónu frænku að gera skírnartertu og kláraði nú að bjóða öllum í skírnina og svona.
Á reyndar eftir að heyra aftur í prestinum, en það hlýtur nú að reddast....
Á reyndar eftir að heyra aftur í prestinum, en það hlýtur nú að reddast....
Kláraði svo að versla allt í gær og það er allt að smella, en var þó of sein til þess að panta skírnarkerti.
Svo ég keypti eitt bleikt og krúttlegt í Bónus, og græjaði þetta bara sjálf.
Einhvertíman er allt fyrst... og þetta hafðist, án teljandi vandræða!
Vissulega ekki fullkomið, en ég er nú samt bara nokkuð sátt með það svona miðað við að þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað sem heitir "kertaskreyting" eða eitthvað tengt kertum. Og líka þar sem ég gerði bara eitthvað.
Vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera þegar ég byrjaði, vissi bara að þegar ég væri byrjuð þá væri ekki aftur snúið þar sem ég átti ekki auka kerti ef eitthvað myndi klikka, svo bara gerði ég það sem mér datt fyrst í hug og kviss, bamm, búmm.
Ákvað að flækja þetta bara ekkert of mikið í kollinum á mér (sem er persónulegt met eins og allir sem þekkja mig ættu að vita) og ég held að greyið barnið þurfi a.m.k ekki að skammast sín neitt hroðalega fyrir skírnarkertið þó það hafi ekki verið gert af löggiltum og háskólamenntuðum kertaskreytingameistara eða nunnu í Hafnarfirði, hehe.
No comments:
Post a Comment