Þegar kemur að barnaafmælum, þá breytist ég í nettan klikkhaus.
Ég elska afmæliskökur og að búa þær til, og ég er stundum semí over-the-top mamman þegar kemur að afmælum barnanna minna, ehemm.......
Brynjar Þór fékk t.d. risastóra bílabrautar-köku á 1 árs afmælinu sínu og það var allt lagt í kökurnar og skreytingar á afmælinu, brauðtertan eins og rúta og svo frv.
Svo var að sjálfsögðu hoppukastali!
Svona því greyið barnið hafði ekkert vit á þessu, þá fannst einhverjum þetta aðeins of mikið.
En hvað með það, ég má alveg tapa mér og gefa þeim mega fín afmæli ef mig langar, hehe..
Ágætis dæmi um þessa geðveiki hjá mér er að það eru um 2 og hálfur mánuður í 3 ára afmælið hans Brynjars og ég er strax farin að spá í það hvernig köku ég á að gera.
Enn meiri geðveiki er að það er rúmt hálft ár í 1 árs afmælið hennar Thelmu og ég er líka alveg farin að leiða hugann að því hvernig köku ég ætti nú að gera fyrir afmælið hennar.
Stundum að vera í fæðingarorlofi og hafa ekkert að gera, ehe......
Brynjar Þór - 1 árs
Bílaþema!
Bílaþema!
Brynjar Þór - 2 ára
Bíla- og vinnuvélaþema!
Mér fannst ég reyndar alveg hafa feilað í lífinu í þetta skiptið. Vorum í læknastússi í Reykjavík og komum bara heim rétt fyrir afmælið svo ég hafði ekki tíma til þess að gera kökuna sem ég ætlaði að gera og allt fór í rugl einhvernveginn sökum tímaleysis. Mér fannst ég alveg hafa brugðist greyið barninu að hafa gert þessa köku en ekki það sem ég var búin að plana, okey kannski ekki brugðist, en þið vitið hvert ég er að fara. Bæti honum það upp á 3 ára afmælinu, meheee.
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Ó, hvernig kökur á ég að gera á 3 ára afmælinu og 1 árs afmælinu?
og hvernig þema? og hvernig skreytingar?
Ég get ekki beðið.
Kv. Crazy-mama
No comments:
Post a Comment