Tuesday, December 17, 2013

Þegar ég verð rík....

.... þá ætla ég að kaupa iittala, eins og það leggur sig!
Semsagt sennilega aldrei.
En maður getur nú látið sig dreyma. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi verða sjúk í eitthvað eins og iittala. Skálar, diskar, glös, kertastjakar, vasar o.s.frv. What? Ég? 
Ég er augljóslega að verða gömul. Mjög gömul!
 En.... sjá þessa fegurð.


Hannes er ekki með á nótunum og segir að þetta sé ömmulegt og ljótt........
Ég er greinilega eitthvað að klikka í uppeldinu á honum!
Hann kann ekki gott að meta. Honum fannst mjög áhugavert og frekar asnalegt þegar ég tapaði mér smá í gleðinni þegar hann fékk rauðu marimekko skálina í jólagjöf frá vinnunni sinni. Fyrir honum var þetta bara skál.  Rauð skál. Sem átti heima inni í skáp. Pff!
Hann fattar ekki að allir elska iittala... am i right?



1 comment:

  1. Svo sammála.. Ég er að safna ittala og langar í nánast allt í þessu!

    ReplyDelete