Svona hefur dagurinn minn verið í hnotskurn.
Hann hefur einkennst af hausverk, beinverkjum, hita og hálsbólgu. Ó jei, ég tapa mér í gleðinni.
Hann hefur einkennst af hausverk, beinverkjum, hita og hálsbólgu. Ó jei, ég tapa mér í gleðinni.
Í 2 þykkum peysum, buxum, 2 sokkum, með eyrnaband, vafin inn í þykkt teppi og undir sæng. Já, með hausinn undir sænginni líka.
Svona miðað við hvað ég er búin að væla mikið í Hannesi í dag, þá hef ég sterkan grun um að ég sé með man flu.
En hann greyið hefur nú reddað málunum með því að töfra fram úr erminni sveppasúpu þegar ég væli sem mest yfir því hvað mér sé kalt, matað mig með verkjatöflum reglulega yfir daginn og sagst vorkenna mér voða mikið.
Já, það þarf sennilega mikið jafnaðargeð og sterk bein til þess að búa með mér stundum. Eða alltaf.
En fyrir skjótari bata er góð hugmynd að skoða bara skó.
Ég er eitthvað skósjúk þessa dagana. Meira en venjulega.
Ég vil þá alla. Og meira til.
Það er bara alltof mikið til af fallegum skóm.
Ég gæti haldið endalaust áfram.
Ég er samt ekki ennþá farin að skilja þennan stíl.
Finnst þetta hrikalegt. Langar samt að prófa að labba á þessu.
Og hvaða flippkisi var að störfum hér?
Neinei, það er ekki öll vitleysan eins.
Þetta fer kannski að verða aðeins of mikið af skóm í bili.
Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til þess að henda mér í beddann.
Góða nótt!
No comments:
Post a Comment