Friday, December 13, 2013

Einn kjóll á dag kemur skapinu í lag..


7 vikna gamla dóttir mín á sennilega fleiri kjóla nú þegar en ég hef átt um ævina.
Þetta er bara tæplega helmingurinn.
Ég sé fram á það að þurfa að leigja sér húsnæði undir herlegheitin með þessu áframhaldi.
Við erum samt ekkert að hata þetta. Eða allavega ekki ég. 
Ef hún fær eitthvað af mínum töktum mun hún þó sennilega um 3 ára aldur byrja að mótmæla harðlega öllu sem heitir kjóll, eða bara öllu sem er stelpulegt. 
Vonandi verður hún örlítið dannaðri en mamma sín, mehe.
Ég nýti allavega tímann á meðan hún hefur ekki vit á því að mótmæla og skvísa hana upp.
Bæti þannig upp öll árin sem ég hef eytt skríðandi ofan í drullupolli með strákunum, á meðan aðrar stelpur á mínum aldri léku sér heima í barbí og mömmó. Það var bara of stelpulegt fyrir minn smekk!


No comments:

Post a Comment