Ég. Stefanía. Sem hef aldrei afrekað það að geta prjónað neitt meira en litla húfu.
Þolinmæðin hefur bara ekki leyft mikið meira.
Ég er að verða búin með peysu!!
Það er svona þegar maður er heima alla daga í fæðingarorlofi.
Eða kannski maður sé að þroskast? Nei, ég efast nú um það.
Þetta er reyndar engin risa peysa, heldur á Thelmu Rós. En peysa er það!
Ég mun pósta mynd af þessu meistaraverki þegar það verður tilbúið.
Ef þetta endar sem meistaraverk þ.e.a.s.
Það á allt saman eftir að koma í ljós.
A.K.A. Gamla prjónakonan
Haha what is thiiiis! Á dauða mínum átti ég nú von á Stefanía, frekar en að þú myndir almennt bara prjóna og hvað þá heila peysu haha! Þú þarft samt að kenna mér að gera svona prjónerí um páskana, því þá verður Beggan sko stolt á skviisunni iih :)) Solid plan verð ég að segja .. Annars ertu rosa dugleg húsmóðir og þetta er mjög fín peysa hjá þér elskuleg :) Lovelove
ReplyDeleteHaha, ég er jafn sjokkeruð yfir þessum ósköpum og þú Ellen mín! Ég veit ekki hvort þetta er andrúmsloftið hérna fyrir austan sem er að gera mér þetta eða hvort ég er almennt bara að breytast í gamalmenni, kannski dass af báðu - hver veit!
DeleteÉg skal kenna þér að prjóna, no probbó - haha ;)