Sunday, February 16, 2014

Fljótlegt bananabrauð..

Ég var að þrífa eldhúsið rétt fyrir kvöldmat í gær og ganga frá vörum sem við vorum að versla og þá sá ég að bananarnir voru orðnir ansi brúnir sem voru á bekknum. 
Og ég hugsaði "Snilld, skelli í bananabrauð....... eeeeeeeeeeeða á ég að nenna því?" 
Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þessi þolinmóða týpa, það á helst allt bara að gerast ekki mínútu seinna en strax.. svo það gefur auga leið að ég nenni ekki að bíða eftir einhverri helv.. hrærivél eða eitthvað álíka.
Svo ég skellti í eitt sjúklega fljótlegt og gott bananabrauð.
Engin hrærivél, engin handþeytari.. bara skál og sleif!

1 bolli hveiti
1/2 bolli sykur
1/4 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
2-3 bananar (bara eftir stærð bananana) - stappaðir
1 egg

Fyrst er þurrefnunum blandað saman og svo er bönununum og egginu hent saman við og svo er þessu bara hrært saman með sleifinni þangað til þetta er allt orðið blandað saman.

Sett í smurt form og inn í miðjan ofn á 180°c í 35 mínútur ca.

Seeeejúklega fljótlegt og svo er það mjúkt og gott.
Ég held það sé bara fátt betra en bananabrauð með smjöri og osti og íííísköld mjólk, mmm!
Allavega kláraðist þetta á núll einni á þessu heimili. Held að Brynjar Þór hafi borðað 4 sneiðar í röð þegar það var nýbakað, og hann er nú ekki mikið fyrir það að slaka á við það að borða. Þetta var svo búið þegar ég vaknaði í morgunn (já, ég fór að sofa kl. 19:00 í gærkvöldi, gamla konan).
Mæli með'essu fyrir svona óþolinmóðar týpur eins og mig, eða bara ef menn eru að flýta sér, eiga ekki hrærivél eða whatever. 




No comments:

Post a Comment