Hann sonur minn borðar alltaf rosalega vel í hádeginu á leikskólanum og er duglegur að borða yfir daginn líka, svo að þegar kemur að kvöldmatnum er hann oft ekkert til í að borða mikið, svona fyrir utan það að hann er alltaf svo svakalega upptekin við að leika sér að hann virðist ekki hafa tíma til þess að hangsa mikið við eldhúsborðið.
Ákvað í kvöld að reyna að næla mér í nokkur rokkstig...
...og bjó til köngulóapylsur!
Voðalega simple. Braut niður spaghettí og stakk í kokteilpylsur.
Þessar köngulær stukku svo ofan í sósu og skriðu yfir kartöflumús og þaðan upp í munn hjá Brynjari! Þó að fæturnar á sumum þeirra hafi reyndar verið étnar af fyrst svo þær gætu ekki skriðið.
Hann allavega kláraði af disknum sínum, í fyrsta skipti síðan........ ég veit ekki hvenær?
1-0 fyrir mér!
No comments:
Post a Comment