Hin ógurlega bjór-áskorun hefur sennilega ekki farið framhjá nokkru einasta mannsbarni undanfarna daga.
Viðurkenni að ég er alveg búin að skemmta mér ágætlega yfir þessu öllu saman.
Ég var sloppin hingað til. Dauðslifandi fegin, enda finnst mér bjór ógeðslegur og drekk hann aldrei.
En þá dettur honum elskulega föður mínum í hug að skora á mig í sinni viðbjóðs áskorun.....
Að drekka hálfan líter af mysu!!!!
Hann er náttúrulega ekki í lagi, það er löngu vitað.
En keppnisgenið tók yfirhöndina og það var ekki séns að ég væri að fara að láta það spyrjast út að ég myndi láta pabba minn rústa mér í einhverri áskorun, svo ég gat ekki annað en tekið þessu helvíti.
Veit ekki hversu gáfuleg ákvörðun það var, en ég allavega kom þessum viðbjóð niður. Fyrir rest.
Oj, ég fæ bara illt í magann við að hugsa um þetta.
Seinustu soparnir voru sennilega erfiðustu sopar lífs míns og ég þurfti að berjast við að halda þessu niðri.
Og það er staðfest að ég mun aldrei geta snert mysu eftir þetta, haha
En pabbi allavega skemmti sér konunglega við að horfa á mig berjast við þetta. Honum fannst heldur ekkert leiðinlegt þegar ég lá svo upp í sófa í rúman klukkutíma á eftir að beita öllum mínum kröftum við að æla þessu ekki.
Gaman að þessu. Svona eftir á allavega.
Ég skoraði á Guðrún Erlu, Ellen Rós og Þorlák tengdapabba.
Það er staðfest að tengdapabbi er algjör kelling, en ég veit að Guðrún og Ellen taka þetta og rúlla þessu upp ef ég þekki þær rétt. Bíð spennt!
Léleg gæði, en gessovel. 0,5 l af mysu it is.
Vibbi.
Skora svo á alla sem lesa þetta blogg að henda sér í þetta.
Mysa er holl og góð fyrir okkur öll, mehehe.
No comments:
Post a Comment