Saturday, March 8, 2014

Angry kisa!

Þá er þessi bollu-, sprengi- og öskudagsgeðveiki búin þetta árið. Guði sé lof! 
Maður léttist ekki þessa daga, það er á hreinu.



Við rúntuðum í nokkur fyrirtæki með Brynjari á öskudaginn. Hann var guli fuglinn í Angry Birds, með smá kisu-ívafi....
Hann söng svo til skiptis Gamla nóa, Krummi svaf í klettagjá og Ég á líf.
Stundum get ég bara krúttað yfir mig yfir þessum dreng!



Alveg með þeim sætustu fuglum sem ég hef séð.


Thelma slapp við kisunebbann í ár. Hún er líka svo sæt....

Þegar við fórum í Tölvutek var tekin mynd af Brynjari.


Svo var myndinni hent inn á síðuna hjá Tölvutek og þeir sem fá flest like og flestar deilingar á myndina sína geta unnið leikjatölvu eða páskaegg.

Þið getið klikkað HÉÉÉR til þess að sjá myndina og ég væri voða þakklát ef þið mynduð henda einu like-i á hana, jafnvel einni deilingu líka ef þið eruð í góðu skapi :)

Takk!



No comments:

Post a Comment