Ég get setið heilu klukkutímana og hlegið við að skoða misgáfulega hluti sem eru settir á markaðinn.
Ég væri til í að hafa svona 2% af hugmyndarfluginu sem þetta fólk virðist hafa, ég elska þetta!
Fjarstýrð moppa - $29
Hvar hefur þetta tryllitæki verið allt mitt líf? Hversu mikil snilld væri að tjilla bara uppí sófa á meðan maður myndi moppa létt yfir húsið? Spurning hversu mikið er hægt að treysta á þetta mekkanó.
Selt í Japan að sjálfsögðu, en ekki hvar?
Bjórsápa, 4 pack - $24,95
Hver vill ekki getað þvegið sig allan hátt og lágt með sápu sem lyktar eins og bjór?
Hún er ekki bara búin til úr alvöru bjór, heldur angaru eins og bjór allan daginn þegar þú notar þetta. Hlýtur að vera draumur hvers manns að anga eins og róni all day long.
Eyrnahlífar - $3
Svo þú fáir nú ekki pöddur í eyrun.
Karmasheetra - $32
Hahaha. Já, twister hvað? Held að þetta segi sig sjálft. "For grown ups" only stendur skírum stöfum.
Kama Pootra: Ways to poop - $9
Ef þessi bók er ekki nauðsynleg á hvert heimili, þá veit ég nú ekki hvað er það!
Þynnkuplástrar - $4
Uhh, ég. Panta svona. Núna. Já?
Maður setur þetta á þurran og hárlausan stað þegar maður hættir að drekka og hefur plásturinn á í 8 tíma eftir að maður hættir og þá verður maður ekki þunnur.
Hljómar mjög ótrúlega en þetta hlýtur að vera þess virði að prófa fyrir 450 kr. Ekki?
Trongs - $25
Fínt að eiga svona ef þú átt ekki vask til að þvo þér um hendurnar þegar þú ert búinn að borða.
Titrandi reiðhjólahnakkur - $43
Neðri myndin var með auglýsingunni. Mjög lýsandi fyrir þennan grip sennilega.
Það sem er enn skemmtilegra er að hnakkurinn góði er kallaður "Happy ride".
Spaghettígaffallinn - $13
Ég biiilast, haha.
Einhyrningshorn fyrir ketti - $5
Veistu. Ég bara veit ekki. Hef engin orð.
Myndir sem maður á ekki að..... já.... þið vitið - $10
Allt eðlilegt við það að safna saman þessum myndum og gefa út bók í þessum tilgangi. Jább.
Jájá, hver vill ekki geta staupað sig aðeins í vinnunni!
Jájá, svo þú getir nú sofið sitjandi hvar sem er án þess að þurfa að vera með hangandi haus.
Belti - $30
Aha, flippar bara niður beltissylgjunni og þá þarftu ekki að halda á bjórnum þínum. But, but.... WHY?
Pupeko Anti-Aging mouthpiece - $39
Smellir þessu upp í þig í 20 mínútur á dag og þá færðu ekki hrukkóttar kinnar. Aha.
..
Hahahaha what is thiiis?! Alltof fyndið og steikt
ReplyDeleteHahaha :) sá um daginn rafmagnsspaghettígaffal. Það er pro. En Kama pootra... dreptu mig ekki hahaha :D
ReplyDeleteÞetta bindi hefði nú komið sér vel fyrir margan manninn á menntaskólaböllunum ;)
ReplyDelete