Wednesday, March 19, 2014

Fyrirmynd.

Ég lenti inn á bloggsíðu fyrir áramót einhvertíman hjá stelpu sem heitir Jóna. Hún fór til Perú sem skiptinemi og ég byrjaði á að lesa eina færslu frá henni og endaði á að lesa allt bloggið hennar. Jebb, ég bara gat ekki hætt. 
Síðan hennar fór beint í bookmarks og ég þarf ekki nema að opna síðuna hennar til þess að peppa mig upp ef ég dett í einhverja neikvæðni.

Í stuttu máli þá veiktist hún úti í Perú. Fór að finna til í bakinu og fór til læknis og í myndatöku og fékk þá að vita að hún þyrfti að fara strax í aðgerð því hún væri með lítið æxli við mænuna. Þegar hún vaknaði úr aðgerðinni var hún ekki með neina tilfinningu í fótunum og enn í dag er hún lömuð fyrir neðan brjóst. 

Hún er alveg ótrúlega opin með öll veikindin sín og hvað er í gangi hjá henni á blogginu, og ég hef bara aldrei vitað jafn jákvæða og hugrakka manneskju. Það er sama hvaða hindranir verða í vegi hennar, hún lætur það ekki stoppa sig og er ákveðin í að lifa lífinu þrátt fyrir að vera í hjólastól.  
Ég er viss um að hún hefur nú þegar hjálpað mörgum og á eftir að hjálpa enn fleirum sem lenda í einhverjum erfiðleikum, bara með sinni sögu og hvernig hún hefur sýnt það að þó það séu fullt af slæmum hlutum sem gerast, þá er fullt af góðum hlutum líka sem maður á frekar að einblína á og hvernig henni tekst alltaf að vera þakklát fyrir þessa hluti, sama hversu litlir þeir eru. 

Þetta hefur verið alveg þvílíkt slap in the face fyrir mig og ég ætla klárlega að reyna að temja mér þetta jákvæða hugarfar sem hún hefur, og fara að læra að vera ánægð með allt sem ég hef og hætta að tuða yfir einhverjum smámunum. 
Hvað hef ég líka efni á því að vera að væla? Nákvæmlega ekki neitt! 

Hún er klárlega ein af mínum fyrirmyndum.

"Sama hvað gerist, þá verður allt í lagi" 


Mynd af bloggsíðunni hennar.

Ég mæli með því að þið skoðið viðtalið við hana HÉR.
Og það er hægt að lesa alla söguna hennar alveg frá því hún var í Perú á blogginu HÉR.

Ég bara gat ekki annað en sagt ykkur frá henni.
Ég held ég nái ekkert að segja það almennilega í þessu bloggi hversu mikil hetja mér finnst hún vera, en tjekkið bara á linkunum hérna fyrir ofan and see for yourself! Þegar þið eruð búin að lesa smá frá henni þá fattið þið pottþétt um hvað ég er að tala, hún er hetja - staðfest!




6 comments:

  1. Sammála, hún er ótrúleg! Ég hef líka fylgst með Önnu Sigríði Albertsdóttir sem er stelpa sem lamaðist þegar hún var 16 ára í skíðaslysi. Hún er svo metnaðargjörn.. gerir upphýfingar eins og ekkert sé, hjólar maraþon í hjóli sem hún notar hendurnar í og allskonar eitthvað sem ég, með fulla heilsu og fullan mátt í öllum limum myndi aldreiiiiiii geta!
    Svo miklar hetjur og fyrirmyndir!! :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Nákvæmlega! Svo er ég hérna í þessum töluðu orðum vælandi heima yfir hálsríg!! Hvað er að mér?
      Á góðum degi gæti ég ekki einu sinni splæst í upphýfingar!

      Delete
  2. Mikið ótrúlega er gaman að fá svona umfjöllun um sig! Og þá er líka eins gott að standa sig fyrst annað fólk er farið að blogga um mann! ;) Takk kærlega Stefanía, fyrir að sýna mér að ég sé að hjálpa einhverjum með þessu.
    Knús á þig, kv. Jóna Kristín :D

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þú átt það algjörlega skilið, enda máttu vera mjög stolt af öllu sem þú ert að gera :) Mér finnst þú vera að standa þig svoooo vel í þessum aðstæðum. Aðstæðum sem engin getur undirbúið sig undir fyrirfram - að ég alveg dáist að þér :)
      Gangi þér bara ótrúlega vel með framhaldið ;* Knús!

      Delete