Þetta er bara í einhverri röð. Það sem er nr. 1 er ekkert endilega mest uppáhalds.
Þetta er bara allt jafn frábó!
Njótið.
#1 - Elsku bleiki SmartShake brúsinn minn.
Það er svo gott fyrir svona letingja í fæðingarorlofi sem nennir oft ekki að græja sér hádegismat að geta bara hrist sér einn próteinsjeik á no time. Svo er hann ómissandi í ræktina líka!
#2 - Garnier BB cream.
Var svosem búin að tjá ást mína á þessu hérna aðeins neðar. En aldrei er góð vísa of oft kveðin.
#3 - Real Techniques burstarnir mínir.
Ég á stippling bursh, pointed foundation brush, detailer brush, buffing brush og contour brush. Elska þetta merki og mæli 100% með þessum burstum.
#4 - Make up store Liquid foundation
Án efa besti fljótandi farði sem ég hef eignast. Ég nota Milk og hann passar fullkomlega við minn húðlit og maður þarf alls ekki mikið af honum.
#5 - Náttbuxurnar mínar.
Gæti alveg hugsað mér að vera bara í þeim alltaf, alla daga. Mjög hættulegt fyrir mömmu í fæðingarorlofi að eiga góðar náttbuxur, of lítið af tilefnum sem ég þarf að fara í almennileg föt svo mér finnst mjög auðvelt að réttlæta það að ég geti bara verið í náttbuxunum.
..
Krúttsprengja ;*
ReplyDeleteSvo sammála þér með make up store farðann :) lang bestur.
ReplyDelete