Wednesday, April 23, 2014

Gamla lúffa

Núll.

Eins.

Tveggja.

Þriggja.

Fjögra.

Fimm.

Sex.
Bíddu...
SEX!?

Litla barnið sem ég fæddi í gær er orðið 6 mánaða.
Það er löngu hætt að vera sniðugt hvað tíminn líður hratt eftir að maður eignast börn.
Eiginlega bara frekar óhugnalegt!
Ég er alltof ung til þess að verða gömul. Bíðum aðeins með þetta bara.

Ég næ án gríns ekki að fylgjast með núorðið. Einn daginn eru jól og korteri seinna eru komnir páskar :/
Hættið nú alveg!
Til þess að kóróna þetta algjörlega, þá eru ekki nema tæpir 2 mánuðir í að Brynjar verði 3 ára.. já, ÞRIGGJA!


Og jájá, ég átta mig á því að þegar ég á eitt þriggja ára og eitt hálfs árs. Þá er ég orðin gömul.
Ó, mig auma.
Ég sem ætlaði bara að vera alltaf sautján.



Nýjasta æðið mitt.

Afhverju var ég ekki búin að kynnast þessari dásemd fyrir LÖNGU síðan??
Neinei, í staðinn hef ég barist við það með öllum mögulegum krókaleiðum að læra að drekka helv... kaffi!! Með bókstaflega engum árangri.

Eftir svefnlausar nætur síðustu 3 árin hef ég óskað þess ansi oft að ég gæti bara drukkið þetta árans kaffi svo ég þyrfti ekki að nánast hlaupa stanslaust í hringi til þess að sofna ekki ef ég var alveg að leka niður af þreytu.
Spáði ekki einu sinni í þessu Amino drasli sem allir voru að tala um, ekki heldur þó Hannes væri búin að kaupa dunk af þessu. Heldur færði ég hann bara reglulega á milli skápa ef hann var eitthvað fyrir mér, en ekki datt mér í hug að prófa þetta, nei þetta var bara eitthvað duft-drasl.

Ég sló þó til um daginn, svona áður en dunkurinn myndi renna út, og smakkaði smá.
Og heilagur andi og allir hans fylgisveinar.. i'm in love

Já, það er bara þannig. Ég elska þetta.


Ég get ekki lofað þetta nógu mikið sennilega. 
Þetta er búið að bjarga mér í gegnum ansi marga þreytta daga undanfarið.
Svo er þetta líka eðal pre-workout.

Mæli bara með þessu fyrir alla! 
Náttúrulegt koffín, grænt te, aminósýrur, glútamín, engin sykur, engin fita, 10 hitaeiningar o.s.frv.
Hljómar vel.
Tek það samt fram að ég er alls ekkert að sulla einhverjum tugum lítra af þessu í andlitið á mér á dag, hehe. 

Ég hef bara smakkað Orange, og finnst það bara mjög gott.
En allar góðar hugmyndir vel þegnar þar sem það eru til fuuuuullt af brögðum og það kemur að því að ég þarf nýjan dunk? 
Green apple, lemon lime.. ég fæ bara illt í súru kirtlana?? er ég í ruglinu þar eða?





Sunday, April 20, 2014

Litlar tásur.

Fyrir svolitlu síðan setti ég tásurnar á börnunum í trölladeig, bara svona því mér finnst það svo krúttlegt.
Var svo beðin um að henda uppskrift og meððí hérna inn á bloggið, svo here it comes: 

Uppskriftin sem ég gerði var frekar stór, svo ég helmingaði hana.... og helmingaði svo helminginn.... þið skiljið! En það var bara akkúrat passlegt í tvö fótaför.

En hér er hún (stór), þið getið svo bara gert minnkað hana eða stækkað hana eftir því hvað þið ætlið að fara að gera.
Þetta er afskaplega auðvelt og mjög svo idiot-proof. Sem sannast á því að mér tókst þetta án stórvægilegra vandamála.

4 bollar hveiti
2 bollar salt
2 msk matarolía
2 bollar vatn (tæplega)

1. Blandið þurrefnunum saman.
2. Blandið olíunni og vatninu saman.
3. Blandið svo öllu saman og hnoðið.

Svo er bara að móta deigið.


Svo er þessu hent inn í ofn á 120°c í 3-5 klst.
Mig minnir að ég hafi haft þetta í tæpar 3,5 klst, en þið bara athugið með þetta og prófið að "banka" í þetta og þegar þetta er orðið hart þá ætti þetta að vera tilbúið :)


Svo málaði ég þetta, en það er nú ekki nauðsynlegt.


Og nú er þetta komið upp á vegg.


Mæli með því fyrir þá sem ætla að gera eitthvað til þess að hengja upp á vegg að muna eftir því að gera ráð fyrir því áður en þið bakið þetta, mehe. Ég fattaði það sem betur fer mjög stuttu eftir að ég setti þetta í ofninn að ég gleymdi að gera göt til þess að hengja upp, svo ég gat reddað því ;)

.. og já, gleðilega páska!



Thursday, April 17, 2014

Maður reddar sér.

Stundum er ég bara ekki tengt við umheiminn held ég.
Var engan veginn að kveikja á perunni að ég væri að fara að skíra....
... núna á laugardaginn!!
Ákváðum daginn einhvertíman í byrjun janúar, og þá fannst mér apríl vera í órafjarlægð, svo ég var eeeeekkert að spá í þessu.
Fattaði það um helgina að það væri korter í skírn og stökk í að biðja Jónu frænku að gera skírnartertu og kláraði nú að bjóða öllum í skírnina og svona.
Á reyndar eftir að heyra aftur í prestinum, en það hlýtur nú að reddast....
Kláraði svo að versla allt í gær og það er allt að smella, en var þó of sein til þess að panta skírnarkerti.
Svo ég keypti eitt bleikt og krúttlegt í Bónus, og græjaði þetta bara sjálf.
Einhvertíman er allt fyrst... og þetta hafðist, án teljandi vandræða!




Vissulega ekki fullkomið, en ég er nú samt bara nokkuð sátt með það svona miðað við að þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað sem heitir "kertaskreyting" eða eitthvað tengt kertum. Og líka þar sem ég gerði bara eitthvað.
Vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera þegar ég byrjaði, vissi bara að þegar ég væri byrjuð þá væri ekki aftur snúið þar sem ég átti ekki auka kerti ef eitthvað myndi klikka, svo bara gerði ég það sem mér datt fyrst í hug og kviss, bamm, búmm.
Ákvað að flækja þetta bara ekkert of mikið í kollinum á mér (sem er persónulegt met eins og allir sem þekkja mig ættu að vita) og ég held að greyið barnið þurfi a.m.k ekki að skammast sín neitt hroðalega fyrir skírnarkertið þó það hafi ekki verið gert af löggiltum og háskólamenntuðum kertaskreytingameistara eða nunnu í Hafnarfirði, hehe.



Sunday, April 13, 2014

Under Armour

















Okey okey, ég er óstöðvandi. Ég veit. 
Stundum má maður láta sig dreyma.... um að eignast allt í heiminum...



Saturday, April 12, 2014

-


Jebb.. nú er það all-in eða ekkert.
Komin tími á það fyrir löngu síðan.

Hef aldrei verið á jafn sjúklega clean matarræði, en ég er alveg að fýla'ða!




Jájá.. við hötum ekkert smá pepp.









Thursday, April 3, 2014

Afmælisklikkhaus

Þegar kemur að barnaafmælum, þá breytist ég í nettan klikkhaus.
Ég elska afmæliskökur og að búa þær til, og ég er stundum semí over-the-top mamman þegar kemur að afmælum barnanna minna, ehemm.......
Brynjar Þór fékk t.d. risastóra bílabrautar-köku á 1 árs afmælinu sínu og það var allt lagt í kökurnar og skreytingar á afmælinu, brauðtertan eins og rúta og svo frv. 
Svo var að sjálfsögðu hoppukastali! 
Svona því greyið barnið hafði ekkert vit á þessu, þá fannst einhverjum þetta aðeins of mikið. 
En hvað með það, ég má alveg tapa mér og gefa þeim mega fín afmæli ef mig langar, hehe..

Ágætis dæmi um þessa geðveiki hjá mér er að það eru um 2 og hálfur mánuður í 3 ára afmælið hans Brynjars og ég er strax farin að spá í það hvernig köku ég á að gera. 
Enn meiri geðveiki er að það er rúmt hálft ár í 1 árs afmælið hennar Thelmu og ég er líka alveg farin að leiða hugann að því hvernig köku ég ætti nú að gera fyrir afmælið hennar.
Stundum að vera í fæðingarorlofi og hafa ekkert að gera, ehe......

Brynjar Þór - 1 árs
Bílaþema!







Brynjar Þór - 2 ára
Bíla- og vinnuvélaþema!
Mér fannst ég reyndar alveg hafa feilað í lífinu í þetta skiptið. Vorum í læknastússi í Reykjavík og komum bara heim rétt fyrir afmælið svo ég hafði ekki tíma til þess að gera kökuna sem ég ætlaði að gera og allt fór í rugl einhvernveginn sökum tímaleysis. Mér fannst ég alveg hafa brugðist greyið barninu að hafa gert þessa köku en ekki það sem ég var búin að plana, okey kannski ekki brugðist, en þið vitið hvert ég er að fara. Bæti honum það upp á 3 ára afmælinu, meheee.






---------------------------------------------------------------------------------------------------

Ó, hvernig kökur á ég að gera á 3 ára afmælinu og 1 árs afmælinu?
og hvernig þema? og hvernig skreytingar? 
Ég get ekki beðið.

Kv. Crazy-mama