Wednesday, January 29, 2014

Kjánahlutir dagsins.

Ég elska að skoða kjánalega hluti sem eru seldir á netinu. Kínverjar eru meistarar í að búa til eitthvað sem ég stundum skil ekki alveg tilganginn með, haha. Það skemmtilega við þetta er svo að fólk virðist kaupa suma þessa hluti alveg villt og galið. 


Þetta fallega banana iphone hulstur er hægt að fá fyrir rúman 1000 kall. Tilgangurinn er þó óljós í mínum huga. Ég myndi ekki nenna að vera með risastóran banana alltaf í vasanum, mér finnst síminn nú alveg taka nóg pláss fyrir.


Okey, mér finnst þetta aðeins of fyndið! Duckface Dog heitir þessi eðal græja.
Ef hundurinn þinn geltir stanslaust þegar þú ferð með hann út, þá bara hendiru á hann duckface dog og vandamálið er úr sögunni. Þú getur þar með farið í friðsælan göngutúr með hundinn þinn sem lítur út eins og kafloðin önd með fjórar fætur. Og ekki nema 500 kr stykkið. Það sem kínverjum dettur ekki í hug.


Það er nauðsynlegt að geta klætt símann sinn í nærbuxur. Og svo er náttúrulega gott að eiga nokkrar til skiptanna. 100-200 kr fyrir stykkið. Gjöf en ekki gjald!


"Þreytt/ur á að vera sagt að þú megir ekki labba á grasinu? Ertu náttúrubarn en hatar að stíga á eitthvað oddhvast í grasinu? Fáðu þér þessa gras-sandala og þú getur labbað á fersku grasinu hvar sem er."
Já, þetta er lýsingin á þessum fallegu gras-sandölum. Sem er nú ekki frásögu færandi, nema hvað að parið kostar "ekki nema" tæpar 7000 kr. Hverjum langar ekki í eina svona til þess að svala náttúruþörfinni? Ja, ég veit ekki.


Ég hef reyndar séð margt vitlausara! Hversu kósý er þetta á stórum flugvelli eða eitthvað að geta bara smellt út stýrinu og brettinu og hlaupahjólað með töskuna þína í gegnum flugvöllinn? Haha. Kostar ekki nema 35 þúsund kall og svo kostar annan 35 þúsund kall að senda gripinn til Íslands. Sælinú!


Þetta er kannski ágætt fyrir fólk eins og mig sem liggur mjög reglulega á bakinu í rúminu og í símanum. Og missir svo símann í andlitið á sér. Helv... 


Hámark letinnar? Mögulega.

Já, þið lásuð rétt. Þetta er bolli sem hrærir í sér sjálfur.
Ég held ég missi bráðum trúna á mannkyninu. Það er líka hægt að nota bara skeið?


Svona ef þig langar skyndilega að öskra en vilt ekki vera með læti, þá er nauðsynlegt að eiga öskur-vasann.


Nauðsynlegt á hvert heimili! 

Haha, ég elska þetta...



Sunday, January 26, 2014

-

Þegar við keyptum húsið okkar byrjuðum við á því að mála allt húsið að innan, enda kannski örlítið of fjölbreytt litavalið fyrir minn smekk. 

Eitt svefnherbergið var allt málað dööööööökkblátt, ofninn, veggir og bara allur pakkinn ásamt því að veggirnir voru svolítið illa farnir.


Svona var það, verst að ég á ekki myndir af öllu herberginu.
En eftir dágóðan slatta af spasli og tilheyrandi, ásamt fjórum umferðum af málningu þá er ööööörlítið bjartara yfir herberginu.
Þetta er eiginlega bara eins og annað herbergi.


Og drengurinn er ekkert lítið sáttur með herbergið sitt.
Það er samt smá eftir sem ég á eftir að gera. Hillur, myndir, smá skreytingar á veggina og fleira sem ég er með í kollinum en á eftir að framkvæma. Það kemur!
Pinterest er hættulegt tól þegar ég kemst á skrið með að skoða hugmyndir fyrir barnaherbergi. Úbbs.

Vonandi sem fyrst munum við svo fara í það að útbúa herbergið hennar Thelmu.
Ég get ekki beðið. Ég er með svoooo margar hugmyndir í kollinum fyrir það, að guð minn góður þegar ég kemst í þurfa að útfæra þær, haha. 

Ég vona svo að veðrið í sumar verði gott svo við getum málað húsið að utan. 
Ó, hvað ég get ekki beðið eftir þeim degi sem því verki verður lokið!



Wednesday, January 22, 2014

Ommnomm..

Þetta fer nú næstum því að verða eins og eitthvað matarblogg. 
En ég var beðin um uppskrift af 'muffins' sem ég gerði í dag, svo here it comes.

Allt sem er hollt og með einhverju próteinsulli hefur mér vanalega fundist bragðast eins og plastpoki eða eitthvað álíka girnilegt.
En loksins fann ég eitthvað sem mér finnst GOTT, og ég get borðað án þess að langa að æla.
Banana- hafra- prótein- eitthvað- muffins!
Ekki nema 70 kaloríur hver múffa og þæginlegt að grípa þetta í millimál t.d. fyrir svona fólk eins og mig sem er alltaf að vesenast með millimálin og nennir ekki neinu, hehe!
Það tekur án gríns svona max 25 mínútur að græja þetta, þá með því að henda þessu í ofninn og taka þetta út!

Ætla henda inn uppskriftinni, en ég fann hana á netinu en breytti henni aðeins.

Byrja á að hita ofninn í ca. 175°c.

- 1 banani
- 3/4 bolli eggjahvítur (ca. 4 egg)
- 1/2 bolli Létt jógúrt með vanillu (hægt að nota grískt jógúrt líka)
- 3/4 bolli haframjöl
- 2 skeiðar vanillu Whey prótein
- Dass af agave sýrópi
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi

Blanda þessu bara öllu saman í skál.



Skipta þessu svo jafnt niður í 12 form.
Og henda þessu í ofninn í ca. 17 mínútur. 
Eða þangað til það er hætt að koma á gaffalinn ef þið stingið í miðjuna.


Og það kom mér á óvart hvað þetta er gott!
(Það er hægt að smyrja smá grísku jógúrti ofan á líka, bara eftir því hvað fólk fílar. Mér finnst þetta ekkert síðra án þess)



Mæli með þessu fyrir þá sem eru í hollustupakkanum.
Hinir mega alveg líka samt.
Njótið!






Friday, January 17, 2014

Gleði mánaðarins á þessu heimili...

Okey. Ég bara verð að deila þessu!
Ég fann bara mestu snilldina um daginn.
Gjafapappír. Ég hef allan minn búskap hatað gjafapappírsrúllur, því grínlaust þá hafa þær aaaaallstaðar fyrir. Ég hef alltaf bara troðið þeim inn í einhvern skáp, svo eru þær fyrir mér og ég hendi þeim á endanum inn í einhvern annan skáp sem ég held að sé miklu betri staður, en nei þær bara ERU FYRIR!! Svo beyglast þær og krumpast og GAH. Já, ég og gjafapappír höfum aldrei verið miklir vinir. Bara einhverra hluta vegna þá hafa þær aldrei getað átt sinn samastað án þess að vera fyrir mér. 
Fyrr en núna, núna erum við mestu mátar. Já, núna elska ég gjafapappír.
Því ég fann loksins stað fyrir þetta drasl!!


Ég get svo svarið það. Afhverju datt mér þetta aldrei í hug?
VARIERA plastpokahylki úr Ikea.


Svo bara festi ég kvikindið á nagla inn í skáp. Og núna er þetta aaaaldrei fyrir mér. Þetta krumpast ekki né pirrar mig þegar ég er að ganga um skápinn. Þetta bara er þarna! 

Já, það þarf stundum lítið til að gleðja móður í fæðingarorlofi. Þetta var allavega nóg!

Mögulega er ég samt ein af fáum sem hefur átt í jafn miklu love-hate sambandi við gjafapappír í gegnum árin, en jæja.

Skyndiákvörðun dagsins: Ég er að fara á hjónaball á morgunn.
Reddaði pössun á korteri og nú er það bara stóra málið......
Í hverju á ég að fara? Úff... 
Ef ég hefði ákveðið þetta fyrr hefði ég keypt mér kjól. En nei, korter í ball er passlegur tími til þess að taka þessa ákvörðun Stefanía. 
Farin að reyna að finna út úr þessu. Wish me luck!
Adios!




Tuesday, January 7, 2014

Uppáhalds töppó!

Mér hefur alltaf fundist Tupperware svona örlítið ofmetið. 
Vissulega mikið af frábærum vörum samt, og ég á alveg eitthvað sjálf.
En það sem ég elska mest, er klárlega ommilettuboxið!
Þetta er svo mikil snilld fyrir letingja eins og mig sem nenna aldrei að vera að elda sér eitthvað, því þetta tekur enga stund og maður þarf ekkert að hafa fyrir þessu.

Þetta er boxið. Voðalega venjulegt plastbox bara lítur út fyrir að vera, hehe.


Svo tek ég bara 3-4 egg og hræri þau saman.


Sker svo eitthvað grænmeti og hendi í boxið og eggin með.
Hægt að setja hvað sem er í þetta, bara eftir smekk.
Þarna setti ég smá skinku, rauða papriku, græna papriku og brokkolí.
Vanalega sleppi ég samt brokkolíinu og er með sveppi í staðinn.
Svo er fínt að krydda aðeins.


Svo hendir maður þessi bara í örbylgjuofninn í 2,5 - 3,5 mín. Misjafnt eftir örbylgjuofnum.
Og þá ertu bara komin með ommilettu, sem er ótrúlega góð, og holl!

Ég án gríns elska þetta box!
Passlega idiot proof og fljótlegt fyrir mig til að nenna að standa í þessu, því ég nenni aaaldrei að gera mér ommilettu á pönnu. Letiblóð.





Monday, January 6, 2014

Tvöþúsundogþrettán...

Komið 2014? og ég sem fermdist bara í fyrradag? Hvað er í gangi?
Þessi tími líður alltof hratt. Maður er nýbúin að halda upp á áramótin þegar maður er farin að versla jólagjafir aftur. Já, þetta líður eiginlega óhugnalega hratt. Ég verð orðin eldgömul áður en ég veit af.

Það virðist hinsvegar vera málið í dag að gera nett uppgjör á árinu. 
Það eru nú engir óteljandi hlutir sem gerðust á þessu ári sem myndu teljast afar merkilegir, en þeir voru nú þó örfáir sem mér finnst að gætu passað í þetta blogg. 
Ætla þessvegna vera memm í þessu uppgjörsdæmi og henda í eitt létt svoleiðis. Gessovel.
Ég gleymi alveg pottþétt einhverjum highlights, en svona er lífið. Ég get víst ekki munað allt, ih. Hvort einhver mun svo nenna að lesa þetta er svo annar handleggur.


Strax og klukkan sló nýtt ár þá held ég að ég hafi allavega elst um 40 ár eða svo.
Ég byrjaði semsagt nýja árið á því að henda mér á 187 fm einbýlishús og flutti inn í það með allt mitt hafurtask.
Fjölskyldan, tengdó og vinir fá stórt takk fyrir að nenna að hjálpa okkur að mála og græja.


Sannaði það svo algjörlega hversu gömul ég væri orðin þegar við hjúin skelltum okkur á hjónaball!!!
Það var samt sjúklega gaman og ég ætla aftur núna. 


Í byrjun febrúar tók ég mér svo smá pásu frá hinu annars yndislega frystihúsi og fór í afleysingar í grunnskólanum. Það var ótrúlega gaman og fínasta tilbreyting!
Þarna er einmitt mottudagur og blár dagur í skólanum.


Þann 18. mars varð Guðjón langafi minn 100 ára. Það á náttúrulega klárlega heima á þessu uppgjöri, enda ekki margir sem ná þessum áfanga.
Enn í dag er hann sjúklega hress, verður 101 árs eftir rúma 2 mánuði og endurnýjaði bílprófið sitt fyrir nokkrum dögum. Þvílíkur meistari!


Í apríl skelltum við okkur í 12 vikna sónar og fengum að sjá þetta bjútífúl kríli sem var búið að koma sér fyrir í bambanum á mér. 

 

Þann 17. júní varð þetta gull svo 2 ára. Það sem þessi tími líður! 
Hann er duglegastur í heimi og talar eins og enginn sé morgundagurinn. Elsk'ann!


Þann 19. júní var ég búin að eiga þennan í 6 ár... SEX ÁR!!
Hann á nú skilið hrós fyrir að hafa þraukað allan þennan tíma, hehe.



Janúar til júlí sirka einkenndust af veikindum og meiri veikindum hjá Brynjari.
Átti tæpt korter eftir í það að tapa geðheilsunni, en elsku gullið mitt var svo duglegur í þessu öllu saman.
Það eru engar tölur til yfir læknisheimsóknir þessa árs.
Hann fór svo í rör og nefkirtlatöku í lok maí og til barnalæknis í Reykjavík í byrjun júní þar sem hann fór í alsherjar blóðprufur, sýnatökur og röntgen.
Komumst að því þá að hann var búin að vera með lungnabólgu í dágóðan tíma, sem heyrðist ekki og læknarnir fyrir austan neituðu að senda hann í röntgen sama hvað ég bað um það oft. Mamma veit alltaf best!!! og þá var hann einnig með fjölónæma pneumókokkabakteríu í nefinu (ónæm gegn sýklalyfjum).
Fengum svo líka að vita að hann væri með ónæmisgalla, MBL og Igg2 skort, svo hann á erfiðara með að vinna úr sýkingum og á í meiri hættu en aðrir á að fá lungnabólgur og fleira.
Hann hefur þó verið nokkuð hress í vetur, "bara" búin að fá lungnabólgu einu sinni, enn sem komið er.



Og stuttu síðar fundum við það út að það var mygla inni í vegg í húsinu okkar. Þar sem hafði einhvertíman lekið inn við glugga, og einhverjir fyrri eigendur höfðu skipt um glugga en ekkert spáð í því sem væri undir. Svo þar hafði bara myglað..... Frábært alveg!
Við fluttum þá heim til mömmu og pabba í rúman 1 og hálfan mánuð á meðan það var unnið í því og elskulegur faðir minn reddaði svo málunum og reif burt það sem var mygla í og vel í kringum það, opnaði vegginn alveg út svo það væri pottþétt ekkert eftir og smíðaði svo nýtt svo við gætum flutt heim til okkar aftur. Snillingur! 


Veðrið í allt sumar var tær snilld! 
20°c + dag eftir dag. Man ekki eftir svona góðu sumri. 
Á meðan drukknuðu menn í pollum fyrir sunnan, úbbs.




Fórum á tvö ættarmót í sumar. Eitt á Raufarhöfn hjá ættinni hans Hannesar og eitt á Laugum hjá ættinni minni.
Fórum líka í nokkur styttri ferðalög, bara gaman af því.


Hannes rokkari skellti sér á Eistnaflug og losaði sig við botnlangann. 


Þann 15. ágúst varð ég 22 ára. 
Ég ætla samt að vera 17 ára bara alltaf. Enda þroskast ég sennilega aldrei upp úr því að vera krakkakjáni svo það er ágætt að vera bara forever young.
Ég gerði ekkert merkilegt á afmælinu mínu, enda mjög upptekin af því að vera með barn í bumbu og ekki mjög vel hreyfanlegt eintak á þeim tíma.



Í ágúst seldum við rauðu þrumuna og fengum okkur loksins almennilegan bíl.
Þessi fallegi BMW X5 varð fyrir valinu og ég sé ekki eftir þeim kaupum.



Þann 23. október afrekaði ég það að fæða mitt annað barn. Fallegustu stelpu sem ég hef séð!
Þau systkinin eru mögulega það yndislegasta sem ég veit um, og þau hafa klárlega breytt lífi mínu til hins betra.
Prinsessan var svo nefnd Thelma Rós.
*allirelskasmávæmni*


Ég tók veikindin með trompi í desember og endaði með vökva og sýklalyf í æð á spítala. Fun, einhvertíman er allt fyrst!


Thelma Rós tók svo við af mér og hefur nú fengið sinn fyrsta stera- og sýklalyfjaskammt.
Ekki seinna vænna, orðin 2 mánaða. Not.......
Brynjar Þór tók að sjálfsögðu líka sinn veikindaskammt.




Jólin voru yndisleg! 
Í fyrsta skipti héldum við okkar eigin jól. Bara við fjögur, og það var best! 
Hannes klikkaði að sjálfsögðu ekki í eldhúsinu þessi elska og Brynjar sá til þess að pakkarnir yrðu opnaðir..... á methraða!




Það voru farnar nokkrar Reykjavíkurferðir á árinu.
Alltaf jafn kósý að fara í dekur til tengdó og fá smá frí frá "sveitinni"!


Ég keppti á firmamóti Leiknis í fótbolta á milli jóla og nýárs. Já ég! 
Ef það á ekki heima í þessu uppgjöri, þá veit ég ekki hvað á heima hérna eiginlega. 
Enda sjaldséðir sjón að sjá mig hlaupa á eftir bolta. Hvað þá fyrir framan annað fólk.
Mitt lið vann nú ekki, en það þarf nú að leyfa hinum að vinna stundum.


Ég kvaddi þetta ár svo með góðum vinum í Skrúð!


Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla þið fáu hræður sem lesið þetta :*

2013 var semsagt bara alveg ágætis ár. Ég held þó í vonina að árið 2014 verði minna um veikindi á þessu heimili. Læknisheimsóknir og sjúkrahúsferðir 2013 eru óteljandi og ef ég á að halda geðheilsunni í að minnsta kosti ár í viðbót þá pant ekki annað svona veikindaár!
Við gerðum nú samt alveg fullt meira skemmtilegt. En ég gæti alveg búið til 18 metra langt blogg um allt árið, en það er eitthvað sem enginn myndi nenna að lesa, ekki einu sinni ég.
Nú höldum við bara í vonina að þetta ár verði sjúklega frábært alveg.
Ég er búin að henda í markmið fyrir þetta ár. Ætla ekki einu sinni að orða það við eitthvað sem heitir áramótaheit, því þá er það dæmt til þess að feila. 

Árið hefði þó alveg mátt byrja ööörlítið betur. 
Elskulega Malla langamma mín kvaddi okkur á föstudaginn.
Hún var algjört gull og ég er svo ánægð að hafa farið og hitt hana á sjúkrahúsinu um daginn þegar ég lá inni og að hún hafi getað hitt Thelmu áður en hún fór. 
Hún hefur það vonandi gott núna hjá langafa og systkinum sínum.
Hvíldu í friði amma mín.

En nú getur þetta ár varla gert annað en að fara upp á við er það? Bara smá byrjunarörðugleikar sennilega.


Ég ætla allavega að reyna að njóta þess, maður veit víst aldrei hvað gerist næst.
Verð í fæðingarorlofi fram í október svo ég hef nógan tíma til þess að hafa það kósý og gera ekki neitt nema vera í mömmuleik. Við hötum það ekkert.

Þetta er orðið alltof langt. Hættu nú Stefanía!

P.s. Það má alveg henda like á þetta. Kv. like-hóran
P.s.s. Það er hægt að klikka á allar myndir og þá stækka þær. Fróðleiksmoli dagsins.
P.s.s. Veriði sæl.