Monday, February 3, 2014

Myndasögu-mont-dagsins.

Litla dekurrófan hann sonur minn vildi bláan matarstól. Þá varð ég náttúrulega að redda því!
Við tók því um 3 kvölda process við að græja það.


Keypti stólinn notaðan, á klink.


Það var svo haldið í Byko, þar sem sonurinn valdi sér bláan lit.
Hann hjálpaði svo auðvitað til við að blanda, svo þetta væri nú örugglega almennilega gert!
Honum leist reyndar ekkert alltof vel á blikuna þegar maskínan fór svo öll að hristast og stökk bakvið mömmu sína og fylgdist bara með úr fjarlægð!


Hann var svo svaka sáttur þegar hann yfirgaf Byko með blátt lakk og pensil í poka.... "MÁLNINGIN MÍN!" 


Þá var að pússa, fékk náttúrulega brósa til að taka þátt í því með mér, mehe.

Svo var allt saman hengt upp í loft. 
Já, aldrei hefði mér dottið það í hug. Hann faðir minn er svo skýr, hehe.


ooog þá var að henda sér í þetta...


Henti svo einni umferð með pensli.


Og svo þökk sé einstaka ebay-flippi föður míns þá átti hann að sjálfsögðu þessa fallegu sprautukönnu. Stóllinn var því sprautaður 2 umferðir, viljum engin penslaför sko.


Og í lokin var svo smellt á þetta einni umferð af bílalakki / glæru, svo það ætti nú að vera hægt að hjakkast vel á honum án þess að skemma lakkið, haha.



Er bara helv... sátt með hann. Og hef alveg trú á því að sonurinn verði nett sáttur þegar hann kemur heim af leikskólanum í dag.

Before - After



Adios!



6 comments: