Tuesday, February 25, 2014

Eitt peys.




Ég. Stefanía. Sem hef aldrei afrekað það að geta prjónað neitt meira en litla húfu.
Þolinmæðin hefur bara ekki leyft mikið meira.
Ég er að verða búin með peysu!! 

Það er svona þegar maður er heima alla daga í fæðingarorlofi.
Eða kannski maður sé að þroskast? Nei, ég efast nú um það.
Þetta er reyndar engin risa peysa, heldur á Thelmu Rós. En peysa er það!

Ég mun pósta mynd af þessu meistaraverki þegar það verður tilbúið.
Ef þetta endar sem meistaraverk þ.e.a.s.
Það á allt saman eftir að koma í ljós.


A.K.A. Gamla prjónakonan



Saturday, February 22, 2014

Viðbjóður dagsins í dag.

Hin ógurlega bjór-áskorun hefur sennilega ekki farið framhjá nokkru einasta mannsbarni undanfarna daga.
Viðurkenni að ég er alveg búin að skemmta mér ágætlega yfir þessu öllu saman.
Ég var sloppin hingað til. Dauðslifandi fegin, enda finnst mér bjór ógeðslegur og drekk hann aldrei. 
En þá dettur honum elskulega föður mínum í hug að skora á mig í sinni viðbjóðs áskorun.....
Að drekka hálfan líter af mysu!!!! 
Hann er náttúrulega ekki í lagi, það er löngu vitað.
En keppnisgenið tók yfirhöndina og það var ekki séns að ég væri að fara að láta það spyrjast út að ég myndi láta pabba minn rústa mér í einhverri áskorun, svo ég gat ekki annað en tekið þessu helvíti.
Veit ekki hversu gáfuleg ákvörðun það var, en ég allavega kom þessum viðbjóð niður. Fyrir rest.
Oj, ég fæ bara illt í magann við að hugsa um þetta.
Seinustu soparnir voru sennilega erfiðustu sopar lífs míns og ég þurfti að berjast við að halda þessu niðri.
Og það er staðfest að ég mun aldrei geta snert mysu eftir þetta, haha
En pabbi allavega skemmti sér konunglega við að horfa á mig berjast við þetta. Honum fannst heldur ekkert leiðinlegt þegar ég lá svo upp í sófa í rúman klukkutíma á eftir að beita öllum mínum kröftum við að æla þessu ekki. 

Gaman að þessu. Svona eftir á allavega. 
Ég skoraði á Guðrún Erlu, Ellen Rós og Þorlák tengdapabba.
Það er staðfest að tengdapabbi er algjör kelling, en ég veit að Guðrún og Ellen taka þetta og rúlla þessu upp ef ég þekki þær rétt. Bíð spennt!

Léleg gæði, en gessovel. 0,5 l af mysu it is.
Vibbi.


Skora svo á alla sem lesa þetta blogg að henda sér í þetta. 
Mysa er holl og góð fyrir okkur öll, mehehe.



Thursday, February 20, 2014

Forever.... young!

Alveg síðan ég las bloggið hennar Agnesar þá hef ég verið föst inná Forever 21.
Takk kærlega Agnes Björk!!
Þegar ég vinn í lottóinu....


 


 

 

 

 

 


 

Já, ég er óstöðvandi. Gæti mögulega haldið áfram fram að jólum.
Bara... ó, svo margt fallegt. Sem myndi plumma sig svo vel í fataskápnum mínum!
Nei, ég vona bara að það muni enginn hleypa mér nálægt Forever 21.
Því þá er voðinn vís. Óvart, allir peningarnir bara. Horfnir. Ofan í búðarkassann.



Tuesday, February 18, 2014

Undanfarin instagrömm

 

1. Nýja hótelið sem opnar í vor.
2. Ég og gullið mitt á leið út á sleða um helgina.

 

1. Brynjar með Krissa frænda sínum. Við erum endalaust heppin með fólkið í kringum okkur! 
2. Þetta fallega eintak af barni söng hástöfum á þorrablóti leikskólans!

 

1. Ræktardurgur.
2. Elskidda!

 

1. Nöllar sem horfðum á Man Utd - Fullham í Ipadnum upp á Möðrudalsöræfum.
2. Fallegu táslurnar.

 

1. Þessi tvö gleðja mig svo mikið alla daga að það er ótrúlegt!
2. Ég eeeelska þessa skyrköku.

 

1. Endalaus ást!
2. Gömlu hjúin skelltu sér út að borða á Tærgesen.

 

1. Elska þennan galla! 
2. Hjónó!





Sunday, February 16, 2014

Fljótlegt bananabrauð..

Ég var að þrífa eldhúsið rétt fyrir kvöldmat í gær og ganga frá vörum sem við vorum að versla og þá sá ég að bananarnir voru orðnir ansi brúnir sem voru á bekknum. 
Og ég hugsaði "Snilld, skelli í bananabrauð....... eeeeeeeeeeeða á ég að nenna því?" 
Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þessi þolinmóða týpa, það á helst allt bara að gerast ekki mínútu seinna en strax.. svo það gefur auga leið að ég nenni ekki að bíða eftir einhverri helv.. hrærivél eða eitthvað álíka.
Svo ég skellti í eitt sjúklega fljótlegt og gott bananabrauð.
Engin hrærivél, engin handþeytari.. bara skál og sleif!

1 bolli hveiti
1/2 bolli sykur
1/4 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
2-3 bananar (bara eftir stærð bananana) - stappaðir
1 egg

Fyrst er þurrefnunum blandað saman og svo er bönununum og egginu hent saman við og svo er þessu bara hrært saman með sleifinni þangað til þetta er allt orðið blandað saman.

Sett í smurt form og inn í miðjan ofn á 180°c í 35 mínútur ca.

Seeeejúklega fljótlegt og svo er það mjúkt og gott.
Ég held það sé bara fátt betra en bananabrauð með smjöri og osti og íííísköld mjólk, mmm!
Allavega kláraðist þetta á núll einni á þessu heimili. Held að Brynjar Þór hafi borðað 4 sneiðar í röð þegar það var nýbakað, og hann er nú ekki mikið fyrir það að slaka á við það að borða. Þetta var svo búið þegar ég vaknaði í morgunn (já, ég fór að sofa kl. 19:00 í gærkvöldi, gamla konan).
Mæli með'essu fyrir svona óþolinmóðar týpur eins og mig, eða bara ef menn eru að flýta sér, eiga ekki hrærivél eða whatever. 




Júróvísjon


Haha, mér finnst þetta snilldar lag. 
Alls ekkert það versta sem við höfum sent út..

Go Pollapönk!



Wednesday, February 5, 2014

Köngulóapylsur

Hann sonur minn borðar alltaf rosalega vel í hádeginu á leikskólanum og er duglegur að borða yfir daginn líka, svo að þegar kemur að kvöldmatnum er hann oft ekkert til í að borða mikið, svona fyrir utan það að hann er alltaf svo svakalega upptekin við að leika sér að hann virðist ekki hafa tíma til þess að hangsa mikið við eldhúsborðið.

Ákvað í kvöld að reyna að næla mér í nokkur rokkstig...


...og bjó til köngulóapylsur!

Voðalega simple. Braut niður spaghettí og stakk í kokteilpylsur.


Þessar köngulær stukku svo ofan í sósu og skriðu yfir kartöflumús og þaðan upp í munn hjá Brynjari! Þó að fæturnar á sumum þeirra hafi reyndar verið étnar af fyrst svo þær gætu ekki skriðið.
Hann allavega kláraði af disknum sínum, í fyrsta skipti síðan........ ég veit ekki hvenær?
1-0 fyrir mér!



Monday, February 3, 2014

Myndasögu-mont-dagsins.

Litla dekurrófan hann sonur minn vildi bláan matarstól. Þá varð ég náttúrulega að redda því!
Við tók því um 3 kvölda process við að græja það.


Keypti stólinn notaðan, á klink.


Það var svo haldið í Byko, þar sem sonurinn valdi sér bláan lit.
Hann hjálpaði svo auðvitað til við að blanda, svo þetta væri nú örugglega almennilega gert!
Honum leist reyndar ekkert alltof vel á blikuna þegar maskínan fór svo öll að hristast og stökk bakvið mömmu sína og fylgdist bara með úr fjarlægð!


Hann var svo svaka sáttur þegar hann yfirgaf Byko með blátt lakk og pensil í poka.... "MÁLNINGIN MÍN!" 


Þá var að pússa, fékk náttúrulega brósa til að taka þátt í því með mér, mehe.

Svo var allt saman hengt upp í loft. 
Já, aldrei hefði mér dottið það í hug. Hann faðir minn er svo skýr, hehe.


ooog þá var að henda sér í þetta...


Henti svo einni umferð með pensli.


Og svo þökk sé einstaka ebay-flippi föður míns þá átti hann að sjálfsögðu þessa fallegu sprautukönnu. Stóllinn var því sprautaður 2 umferðir, viljum engin penslaför sko.


Og í lokin var svo smellt á þetta einni umferð af bílalakki / glæru, svo það ætti nú að vera hægt að hjakkast vel á honum án þess að skemma lakkið, haha.



Er bara helv... sátt með hann. Og hef alveg trú á því að sonurinn verði nett sáttur þegar hann kemur heim af leikskólanum í dag.

Before - After



Adios!