Saturday, February 1, 2014

Bryllup

Brúðarkjólar. Já, nú hef ég farið í nokkur brúðkaupin, en hef bara alltaf klikkað á því að fá að kíkja undir kjólinn hjá brúðinni. Svo ég hef oft verið að spá í þessu.
Brúðkaupsdagurinn er oft allur dagurinn og fram á kvöld og þú ferð inn og út úr bíl, labbar eftir götunni, labbar eftir gólfinu. Allan daginn!! Og þú dregur kjólinn á eftir þér, aaaaallan tímann!
Er kjóllinn ekki bara haaaaugdrullugur og bara semí ónýtur eftir einn svona dag?




Ég get bara ekki ímyndað mér að ef ég myndi draga eitthvað skjannahvítt eftir gólfinu og götunni í heilan dag, að það liti vel út eftir þau ósköp.
Ég sé bara fyrir mér þvílíku hvítu prinsessukjólana, svo lyftir maður honum upp að aftan og þá er maður með allt það ryk og drullu sem varð á vegi manns undir kjólnum, haha.
Endilega ef það er einhver þarna búinn að gifta sig, þá má viðkomandi segja mér hvernig kjóllinn leit út eftir herlegheitin. Þá þarf ég ekki að velta mér upp úr þessu lengur og get þá vonandi sofið vel í nótt, mehe.

Þetta var pæling dagsins. Takk fyrir mig.




1 comment:

  1. þú verður bara að drífa í því að gifta þig svo við getum tjékkað á þessu! hoho :)

    ReplyDelete