Tuesday, October 14, 2014

Day 5..

Áður en ég skeit upp á hnakka hérna fyrr í sumar var ég byrjuð á þessu hérna ...

Núna á ég að vera að læra af mér bossann í náttúrufræði, þar sem ég fer í lokapróf á miðvikudagsmorguninn. En í staðinn sit ég hérna og skoða bloggsíður og spjalla við Gússý mína! 
Skamm ég! Ég kann ekki að læra undir próf, ugh.

En svona þar sem það er auðveldast í heimi að finna sér eitthvað að gera þegar ég á að vera að læra þá ætla ég að demba mér í dag nr. 5 í þessu drasli.

5) A photo of yourself two years ago



Þetta eru einu myndirnar sem ég fann af mér frá því í október í fyrra. 
Gaman að'essu!


Thursday, October 9, 2014

Líður að afmæli...









Jább. Thelma Rós er að verða 1 árs!! Krakkinn sem ég fæddi bara í gær.

Og þá byrjar geðveikin. Að velja köku! 
Ég verð náttúrulega eitthvað gúgú, meira en venjulega, þegar líður að afmælum.

Ég virðist aldrei geta sætt mig bara við skúffuköku með kremi. Nei, þarf alltaf að flækja þetta duglega fyrir mér.

Spurning hvernig þetta endar.
Ég er með vissar hugmyndir í kollinum.