Friday, March 28, 2014

Chuck - Flexible shelf

Ég er að fýla þessa í ræmur.
Heillandi hvað það eru óteljandi möguleikar og hún verður aldrei eins neinstaðar.
Það er bara eitthvað sem er svo töff við hana. 
Kannski er það bara ég.










Hönnun eftir Natascha Harra-Frischkorn og hillan heitir Chuck.

Ef ég ætti rúman 140 þúsund kall sem ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera við, þá myndi ég splæsa í eitt stykki. Gjöf en ekki gjald... ehemm!




Thursday, March 27, 2014

Old but gold.

Þann 18. mars sl. átti Guðjón langafi minn afmæli. 
Hann varð ekki nema 101 árs!

Við fórum og héldum upp á það á Kolmúla á laugardaginn, sem er sveitabærinn sem hann og langamma bjuggu á allan sinn búskap, en það eru nú ekki mörg ár síðan langafi flutti svo hingað inn á Fáskrúðsfjörð.
Hann er alveg án alls gríns hressasta gamalmenni sem ég hef á ævinni kynnst. Það er ekki hægt að láta sér detta það í hug að maðurinn sé komin yfir 100 ára, hann er svo heilsuhraustur og ferskur. Gott dæmi um það er að hann skellti sér á lögreglustöðina um daginn til þess að endurnýja bílprófið sitt, þar sem það var útrunnið. Já, ég hef aldrei vitað um 101 árs mann með bílpróf.

Þegar ég spurði hann hvernig það væri svo að vera orðin 101 árs, þá sagðist hann nú ekki finna fyrir því.

Iphone-inn minn lá í sófanum við hliðina á mér þegar ég sat og var að spjalla við hann og hann greip hann og fór eitthvað að skoða hann og ýtti svo á skjáinn og tókst að fara inn í myndaalbúmið (ég er svona 99,9% viss um að það var samt alveg óvart, haha) en hann var nú ekki lengi að ná þessu, og þarna sat hann og fletti fram og til baka og skoðaði myndirnar. Hann var nú samt ekki á því að fá sér snjallsíma þegar ég spurði, hann hélt það væri kannski heldur seint að fara að læra á svoleiðis núna.
Það var samt eitthvað örlítið skondið við það að fylgjast með 101 árs manni reyna að fikta eitthvað í snjallsíma.

Mér finnst alltaf jafn gaman að börnin mín skuli eiga langalangafa! Það er svo ótrúlega langur afi eitthvað, og líka að þau skuli eiga langalangafa sem er svo hress og kátur að hann getur spjallað og leikið við þau. Þvílík forréttindi!

Ekki nema um 100 og hálft ár á milli þessara tveggja.
Langafi 101 árs og Thelma 5 mánaða.



Aðeins að skoða í þennan vasa

Þá er að lesa ungu dömunni lífsreglurnar.

Elska þessa.

Brynjar ofurtöffari var að sjálfsögðu með í för.

HÉR er myndband af unglambinu frá því hann var 95 ára.
Ég held það séu ekki margir sem geta hlaupið á eftir beljunum sínum á þessum aldri.
Svo mikið flottastur bara!
Ég vona að ég verði svona hress þegar ég verð gömul.
Sorry með mig, ég er bara svo montin að eiga hann sem langafa :)




Friday, March 21, 2014

Top 5 uppáhalds í mars

Þetta er bara í einhverri röð. Það sem er nr. 1 er ekkert endilega mest uppáhalds. 
Þetta er bara allt jafn frábó!
Njótið.

#1 - Elsku bleiki SmartShake brúsinn minn. 
Það er svo gott fyrir svona letingja í fæðingarorlofi sem nennir oft ekki að græja sér hádegismat  að geta bara hrist sér einn próteinsjeik á no time. Svo er hann ómissandi í ræktina líka!

#2 - Garnier BB cream.
Var svosem búin að tjá ást mína á þessu hérna aðeins neðar. En aldrei er góð vísa of oft kveðin.

#3 - Real Techniques burstarnir mínir.
Ég á stippling bursh, pointed foundation brush, detailer brush, buffing brush og contour brush. Elska þetta merki og mæli 100% með þessum burstum.

#4 - Make up store Liquid foundation
Án efa besti fljótandi farði sem ég hef eignast. Ég nota Milk og hann passar fullkomlega við minn húðlit og maður þarf alls ekki mikið af honum.

#5 - Náttbuxurnar mínar. 
Gæti alveg hugsað mér að vera bara í þeim alltaf, alla daga. Mjög hættulegt fyrir mömmu í fæðingarorlofi að eiga góðar náttbuxur, of lítið af tilefnum sem ég þarf að fara í almennileg föt svo mér finnst mjög auðvelt að réttlæta það að ég geti bara verið í náttbuxunum.

..



Wednesday, March 19, 2014

Fyrirmynd.

Ég lenti inn á bloggsíðu fyrir áramót einhvertíman hjá stelpu sem heitir Jóna. Hún fór til Perú sem skiptinemi og ég byrjaði á að lesa eina færslu frá henni og endaði á að lesa allt bloggið hennar. Jebb, ég bara gat ekki hætt. 
Síðan hennar fór beint í bookmarks og ég þarf ekki nema að opna síðuna hennar til þess að peppa mig upp ef ég dett í einhverja neikvæðni.

Í stuttu máli þá veiktist hún úti í Perú. Fór að finna til í bakinu og fór til læknis og í myndatöku og fékk þá að vita að hún þyrfti að fara strax í aðgerð því hún væri með lítið æxli við mænuna. Þegar hún vaknaði úr aðgerðinni var hún ekki með neina tilfinningu í fótunum og enn í dag er hún lömuð fyrir neðan brjóst. 

Hún er alveg ótrúlega opin með öll veikindin sín og hvað er í gangi hjá henni á blogginu, og ég hef bara aldrei vitað jafn jákvæða og hugrakka manneskju. Það er sama hvaða hindranir verða í vegi hennar, hún lætur það ekki stoppa sig og er ákveðin í að lifa lífinu þrátt fyrir að vera í hjólastól.  
Ég er viss um að hún hefur nú þegar hjálpað mörgum og á eftir að hjálpa enn fleirum sem lenda í einhverjum erfiðleikum, bara með sinni sögu og hvernig hún hefur sýnt það að þó það séu fullt af slæmum hlutum sem gerast, þá er fullt af góðum hlutum líka sem maður á frekar að einblína á og hvernig henni tekst alltaf að vera þakklát fyrir þessa hluti, sama hversu litlir þeir eru. 

Þetta hefur verið alveg þvílíkt slap in the face fyrir mig og ég ætla klárlega að reyna að temja mér þetta jákvæða hugarfar sem hún hefur, og fara að læra að vera ánægð með allt sem ég hef og hætta að tuða yfir einhverjum smámunum. 
Hvað hef ég líka efni á því að vera að væla? Nákvæmlega ekki neitt! 

Hún er klárlega ein af mínum fyrirmyndum.

"Sama hvað gerist, þá verður allt í lagi" 


Mynd af bloggsíðunni hennar.

Ég mæli með því að þið skoðið viðtalið við hana HÉR.
Og það er hægt að lesa alla söguna hennar alveg frá því hún var í Perú á blogginu HÉR.

Ég bara gat ekki annað en sagt ykkur frá henni.
Ég held ég nái ekkert að segja það almennilega í þessu bloggi hversu mikil hetja mér finnst hún vera, en tjekkið bara á linkunum hérna fyrir ofan and see for yourself! Þegar þið eruð búin að lesa smá frá henni þá fattið þið pottþétt um hvað ég er að tala, hún er hetja - staðfest!




True story.



Gott að minna sig á það reglulega hvað maður hefur það í raun gott. 
Á það til að gleymast.


Tuesday, March 18, 2014

Kjánahlutir dagsins - vol. 2

Ég get setið heilu klukkutímana og hlegið við að skoða misgáfulega hluti sem eru settir á markaðinn.
Ég væri til í að hafa svona 2% af hugmyndarfluginu sem þetta fólk virðist hafa, ég elska þetta!


Fjarstýrð moppa - $29
Hvar hefur þetta tryllitæki verið allt mitt líf? Hversu mikil snilld væri að tjilla bara uppí sófa á meðan maður myndi moppa létt yfir húsið? Spurning hversu mikið er hægt að treysta á þetta mekkanó.
Selt í Japan að sjálfsögðu, en ekki hvar?


Bjórsápa, 4 pack - $24,95
Hver vill ekki getað þvegið sig allan hátt og lágt með sápu sem lyktar eins og bjór? 
Hún er ekki bara búin til úr alvöru bjór, heldur angaru eins og bjór allan daginn þegar þú notar þetta. Hlýtur að vera draumur hvers manns að anga eins og róni all day long.


Eyrnahlífar - $3
Svo þú fáir nú ekki pöddur í eyrun.


Karmasheetra - $32
Hahaha. Já, twister hvað? Held að þetta segi sig sjálft. "For grown ups" only stendur skírum stöfum.




Kama Pootra: Ways to poop - $9
Ef þessi bók er ekki nauðsynleg á hvert heimili, þá veit ég nú ekki hvað er það!




Þynnkuplástrar - $4 
Uhh, ég. Panta svona. Núna. Já? 
Maður setur þetta á þurran og hárlausan stað þegar maður hættir að drekka og hefur plásturinn á í 8 tíma eftir að maður hættir og þá verður maður ekki þunnur.
Hljómar mjög ótrúlega en þetta hlýtur að vera þess virði að prófa fyrir 450 kr. Ekki?




Trongs - $25
Fínt að eiga svona ef þú átt ekki vask til að þvo þér um hendurnar þegar þú ert búinn að borða.


Titrandi reiðhjólahnakkur - $43
Neðri myndin var með auglýsingunni. Mjög lýsandi fyrir þennan grip sennilega.
Það sem er enn skemmtilegra er að hnakkurinn góði er kallaður "Happy ride".


Spaghettígaffallinn - $13
Ég biiilast, haha.


Einhyrningshorn fyrir ketti - $5
Veistu. Ég bara veit ekki. Hef engin orð.




Myndir sem maður á ekki að..... já.... þið vitið - $10
Allt eðlilegt við það að safna saman þessum myndum og gefa út bók í þessum tilgangi. Jább.



Boozing on the job Tie - $30
Jájá, hver vill ekki geta staupað sig aðeins í vinnunni!


Upright sleeper - $40
Jájá, svo þú getir nú sofið sitjandi hvar sem er án þess að þurfa að vera með hangandi haus.


Belti - $30
Aha, flippar bara niður beltissylgjunni og þá þarftu ekki að halda á bjórnum þínum. But, but.... WHY?


Pupeko Anti-Aging mouthpiece - $39
Smellir þessu upp í þig í 20 mínútur á dag og þá færðu ekki hrukkóttar kinnar. Aha.

..