Friday, November 29, 2013

My name is Oliver Queen....

Í gær var miðvikudagur.
Á miðvikudögum kemur nýr þáttur af Arrow.
En nei, í gær kom ENGINN þáttur..... og ég hélt í smá stund að lífið væri búið.
Pása! Frábært. Hvaða snilling datt í hug að setja þætti í pásur?
Ég þarf semsagt að bíða í viku í viðbót!
En ég er aðeins að jafna mig á þessu og er orðin nokkuð vongóð um að ég muni hafa þessa viku af.

Í staðinn skellti ég mér með unnustanum í Bogfimisetrið í Kópavogi núna í kvöld.
Þar sýndi ég mína gríðarlegu hæfileika í bogfimi og rústaði Hannesi (að sjálfsögðu).





Hannes greyið fær sennilega aldrei að gleyma því að ég hafi hitt í miðjuna en ekki hann.
Egóið mitt fær þá allavega eitthvað til þess að lifa á næstu vikurnar eða svo.
Næst er stefnan svo bara sett á ólympíuleikana í bogfimi.

En ég mæli samt eindregið með þessu, þetta var alveg ótrúlega gaman!
Mér tókst allavega að gleyma mér og skemmta mér konunglega.
Mælikvarðinn á það var sá að á meðan var litla magakveisuprinsessan mín heima og hélt afa sínum við efnið og lét hann ganga með sig um gólf.
En þeir sem þekkja mig vel vita að venjulega hefði ég hlaupið heim um leið og ég vissi af því að barnið mitt hefði svo mikið sem rekið upp eitt lítið vein. Svona nánast.
En í staðin gleymdi ég því mínútu síðar og var bara upptekin við að rústa Hannesi.
Svo þetta hlýtur að hafa verið nokkuð gaman.
Ég er ekki alveg búin að læra það ennþá núna rúmum 2 árum síðar að hætta að vera mamma í smá stund þegar ég fer barnlaus úr húsi.
Hlýt að læra það fyrir fermingu. Er það ekki? 

Annars skelltum við litla fjölskyldan okkur á Laugarveginn í dag og röltum þar í rigningunni.
Voða kósý. Og jólalegt.




Verð samt að viðurkenna að það "að rölta" Laugarveginn er kannski heldur vægt til orða tekið.
Þetta var kannski meira svona að elskulegur sonur minn hljóp upp og niður Laugaveginn. Og ég á eftir honum.
Ég þurfti allavega ekki að fara í ræktina í dag.

Ég hugsa ennþá alltaf um okkur sem "litlu fjölskylduna".
En þegar ég spái betur í því, þá erum við sennilega ekkert svo lítil lengur?
Mér finnst ég vera orðin hrikalega gömul þegar ég hugsa til þess að ég eigi 4 manna fjölskyldu. 
Og ég sem er bara 22 ára! Nei, hættu nú alveg. 
En þetta er samt svo best!

Nú fer þessari tæplega 3 vikna Reykjavíkurdvöl að ljúka.
Verður gott að komast heim, en það er samt alltaf kósý að vera hjá tengdó.
Þetta hafa verið góðar vikur hérna í Smáranum.
Mig hlakkar bara svo til að fara að skreyta heima og baka jólakökur.
Fyrstu jólin í húsinu okkar, veivei.
Ég veit ekki hvað er að mér þetta árið. Er eitthvað óvenju spennt fyrir jólunum.
Ég setti líka persónulegt met!
Það er ennþá nóvember og ég er búin að láta prenta jólakortin.
Ekki nóg með það, heldur eru þau komin í umslög líka.
Toppið það!!
Mögulega er þetta afleiðing þess að vera heima í fæðingarorlofi? Hmmm.

Við hjúin ætlum svo að skella okkur á jólahlaðborð á laugardaginn. 
Ég er mjög spennt. Enda bara búin að hanga heima nánast undanfarna 9 mánuði.
Svo það að skella sér í betri gallann og henda sér út með skemmtilegu fólki er vel þegið!

Btw, þetta er orðin alltof löng færsla. Svona ef einhver á að nenna að lesa þessa steypu.
Góða nótt!




Wednesday, November 27, 2013

Hvað skyldi vera að mér?

Ég er augabrúnaperri. Já, það er til. 
Ef það var ekki til, þá allavega bjó ég það til. Hér og nú!
Get eytt meiri tíma í að skoða myndir af augabrúnum en eðlilegt þykir held ég.
Enda augabrúnir einstaklega spennandi fyrirbæri.
Ellen skilur mig. Ég hugga mig við það.


Ég veit ekki hvað skal segja.

Svona útfrá þessu fetishi mínu þá datt ég inn á #instagram hjá Alix Walker Artistry. 
Það er eiginlega frekar mindblowing hvað smá plokk og dass af lit getur breytt miklu.
Ekki að það sé eitthvað sem engin vissi áður en þessi bloggfærsla kom til sögunnar. Neinei. 
Alltaf gaman að spá í því samt sem áður.
En ég elska svona before - after myndir. Af augabrúnum já. Ég er skrítið eintak, ég veit.
En það er einmitt það sem ég hef helst verið að gera í kvöld. Skoða myndir.

 

Líf mitt myndi samt verða u.þ.b. 84 númerum auðveldara ef það þyrfti ekki að spá í þessu drasli nema svona 2x á ári. Hámark! 
Þessvegna dreymir mig um að láta henda á mig tattoo-augabrúnum einn daginn. 
Ég mun láta það rætast. Vonandi.

Fyrir áhugasama þá mæli ég með þessari færslu af Hún.is.
Þetta gladdi mitt litla hjarta.


Hver kannast annars ekki við þetta?

Annað sem er áhugavert.
Hvernig mér tókst að búa til þetta langa færslu...... Um augabrúnir?
Ég leyni greinilega á mér. Veit ekki hvort það er jákvætt í þessu samhengi.
Því þegar betur er að gáð er lítið um spennu í þessari færslu.
En þetta bara gerðist. Alveg óvart.
Sennilega því ég er soddan steik. 
Þið munuð sjá það fljótt fyrst ég ákvað að fara að deila steypunni sem vellur um í hausnum á mér með alþjóð. Kannski var það ekki svo góð hugmynd eftir allt saman.
Svona upp á 'reppið' að gera. Iiiihh!
En það er svosem ekki hægt að vera með miklar væntingar til mín í þessum efnum.
Þegar ég veit varla sjálf hvað er að svamla um í kollinum á mér. Hvernig datt mér í hug að ég gæti skrifað eitthvað skiljanlegt í tiltölulega bundnu máli? Verður flóðlegt að fylgjast með þessu sennilega. 
Vonandi bara hlýtur enginn varanlegan andlegan skaða af þessum lestri.

Þessi bloggfærsla átti nú til að byrja með ekki að snúast alfarið um brúnir. 
En ég legg ekki meira á ykkur í bili. Þetta er víst meira en nóg til að meðtaka á einu kvöldi.
Ég vil ekki svæfa ykkur endanlega úr leiðindum. Ekki strax.

Ætla að halda áfram að ganga um gólf með yngra partýdýrið.
En henni finnst við hæfi að vaka frá miðnætti og langt fram á nótt. Alltaf.
En þess má til gamans geta að þessi færsla tók rúmar 2 klst í skrifum vegna þessa.
Skemmtilegt.

Hvað skyldi orðið "augabrúnir" / "augabrúnum" koma oft fram hér fyrir ofan?
Ég nenni ekki að telja. En það gæti verið einhverskonar met miðað við lengd og orðafjölda færslunnar?


Monday, November 25, 2013

Er þetta málið?

Þar sem líf mitt þessa dagana einkennist helst af kúkableyjum, brjóstamjólk, tölvuhangsi og sjónvarpsglápi, þá ákvað ég að henda í eitt stykki bloggsíðu. Svona aðeins til þess að rifja upp gamla tíma og þá kannski get ég 'gripið' í eitthvað þegar mér leiðist. 
Eða þegar ég á að vera að gera eitthvað annað og vantar einhverja afsökun til þess að sleppa því. Djók.
Sýnist þetta líka vera að detta örlítið í tísku aftur, og ég þarf náttúrulega alltaf að vera eins og allir hinir.

En ég er sennilega búin að klára internetið 853.320 sinnum á undanförnum vikum og mánuðum, svo að mér datt í hug að ég gæti kannski skrifað eitthvað misgáfulegt af og til um mitt annars tilbreytingalitla líf. 
Lofa því ekki að það verði eitthvað spennandi úr því, enda kannski ekki hægt að búa til marga pistla um kúkableyjur og tilheyrandi. Ég skal nú samt reyna að halda þeim í lágmarki og reyna að finna upp á einhverju gáfulegra til þess að skrifa.
Lofa því heldur ekki að það verði stutt á milli blogga. Kannski fyrst, en svo hef ég trú á því að það muni lengjast. Svona ef ég þekki mig rétt.
Ég er best í að byrja á einhverju. Aðeins verri í því að halda því áfram. 


Annars svona þangað til mér dettur næst í hug að skrifa eitthvað hérna. Þá fyrir þá sem vantar eitthvað til að horfa á. Þá er ég húkt á þáttum sem heita Arrow. Mæli með þeim.
Getið séð trailer af þáttunum hér.
Um leið og þú dettur inn í þetta, þá er ekki aftur snúið. Það er bara þannig.
Ég hefði aldrei byrjað að horfa á þetta af eigin frumkvæði. 
Gaur með boga? No way. 
En Hannes byrjaði að horfa á þetta, og ég datt alveg óvart inn í þátt númer 2. Og líf mitt breyttist. Núna ligg ég andvaka kvöldið áður en næsti þáttur kemur út. Kannski ekki alveg, en næstum því.







Þetta er ekki alslæmt combo. Bara alls ekki.

Ok. Ég er farin að sofa.