Wednesday, November 27, 2013

Hvað skyldi vera að mér?

Ég er augabrúnaperri. Já, það er til. 
Ef það var ekki til, þá allavega bjó ég það til. Hér og nú!
Get eytt meiri tíma í að skoða myndir af augabrúnum en eðlilegt þykir held ég.
Enda augabrúnir einstaklega spennandi fyrirbæri.
Ellen skilur mig. Ég hugga mig við það.


Ég veit ekki hvað skal segja.

Svona útfrá þessu fetishi mínu þá datt ég inn á #instagram hjá Alix Walker Artistry. 
Það er eiginlega frekar mindblowing hvað smá plokk og dass af lit getur breytt miklu.
Ekki að það sé eitthvað sem engin vissi áður en þessi bloggfærsla kom til sögunnar. Neinei. 
Alltaf gaman að spá í því samt sem áður.
En ég elska svona before - after myndir. Af augabrúnum já. Ég er skrítið eintak, ég veit.
En það er einmitt það sem ég hef helst verið að gera í kvöld. Skoða myndir.

 

Líf mitt myndi samt verða u.þ.b. 84 númerum auðveldara ef það þyrfti ekki að spá í þessu drasli nema svona 2x á ári. Hámark! 
Þessvegna dreymir mig um að láta henda á mig tattoo-augabrúnum einn daginn. 
Ég mun láta það rætast. Vonandi.

Fyrir áhugasama þá mæli ég með þessari færslu af Hún.is.
Þetta gladdi mitt litla hjarta.


Hver kannast annars ekki við þetta?

Annað sem er áhugavert.
Hvernig mér tókst að búa til þetta langa færslu...... Um augabrúnir?
Ég leyni greinilega á mér. Veit ekki hvort það er jákvætt í þessu samhengi.
Því þegar betur er að gáð er lítið um spennu í þessari færslu.
En þetta bara gerðist. Alveg óvart.
Sennilega því ég er soddan steik. 
Þið munuð sjá það fljótt fyrst ég ákvað að fara að deila steypunni sem vellur um í hausnum á mér með alþjóð. Kannski var það ekki svo góð hugmynd eftir allt saman.
Svona upp á 'reppið' að gera. Iiiihh!
En það er svosem ekki hægt að vera með miklar væntingar til mín í þessum efnum.
Þegar ég veit varla sjálf hvað er að svamla um í kollinum á mér. Hvernig datt mér í hug að ég gæti skrifað eitthvað skiljanlegt í tiltölulega bundnu máli? Verður flóðlegt að fylgjast með þessu sennilega. 
Vonandi bara hlýtur enginn varanlegan andlegan skaða af þessum lestri.

Þessi bloggfærsla átti nú til að byrja með ekki að snúast alfarið um brúnir. 
En ég legg ekki meira á ykkur í bili. Þetta er víst meira en nóg til að meðtaka á einu kvöldi.
Ég vil ekki svæfa ykkur endanlega úr leiðindum. Ekki strax.

Ætla að halda áfram að ganga um gólf með yngra partýdýrið.
En henni finnst við hæfi að vaka frá miðnætti og langt fram á nótt. Alltaf.
En þess má til gamans geta að þessi færsla tók rúmar 2 klst í skrifum vegna þessa.
Skemmtilegt.

Hvað skyldi orðið "augabrúnir" / "augabrúnum" koma oft fram hér fyrir ofan?
Ég nenni ekki að telja. En það gæti verið einhverskonar met miðað við lengd og orðafjölda færslunnar?


1 comment:

  1. Haha ó ég skil þig svo vel! Þetta er alvöru áhugamál sku

    ReplyDelete