Thursday, March 27, 2014

Old but gold.

Þann 18. mars sl. átti Guðjón langafi minn afmæli. 
Hann varð ekki nema 101 árs!

Við fórum og héldum upp á það á Kolmúla á laugardaginn, sem er sveitabærinn sem hann og langamma bjuggu á allan sinn búskap, en það eru nú ekki mörg ár síðan langafi flutti svo hingað inn á Fáskrúðsfjörð.
Hann er alveg án alls gríns hressasta gamalmenni sem ég hef á ævinni kynnst. Það er ekki hægt að láta sér detta það í hug að maðurinn sé komin yfir 100 ára, hann er svo heilsuhraustur og ferskur. Gott dæmi um það er að hann skellti sér á lögreglustöðina um daginn til þess að endurnýja bílprófið sitt, þar sem það var útrunnið. Já, ég hef aldrei vitað um 101 árs mann með bílpróf.

Þegar ég spurði hann hvernig það væri svo að vera orðin 101 árs, þá sagðist hann nú ekki finna fyrir því.

Iphone-inn minn lá í sófanum við hliðina á mér þegar ég sat og var að spjalla við hann og hann greip hann og fór eitthvað að skoða hann og ýtti svo á skjáinn og tókst að fara inn í myndaalbúmið (ég er svona 99,9% viss um að það var samt alveg óvart, haha) en hann var nú ekki lengi að ná þessu, og þarna sat hann og fletti fram og til baka og skoðaði myndirnar. Hann var nú samt ekki á því að fá sér snjallsíma þegar ég spurði, hann hélt það væri kannski heldur seint að fara að læra á svoleiðis núna.
Það var samt eitthvað örlítið skondið við það að fylgjast með 101 árs manni reyna að fikta eitthvað í snjallsíma.

Mér finnst alltaf jafn gaman að börnin mín skuli eiga langalangafa! Það er svo ótrúlega langur afi eitthvað, og líka að þau skuli eiga langalangafa sem er svo hress og kátur að hann getur spjallað og leikið við þau. Þvílík forréttindi!

Ekki nema um 100 og hálft ár á milli þessara tveggja.
Langafi 101 árs og Thelma 5 mánaða.



Aðeins að skoða í þennan vasa

Þá er að lesa ungu dömunni lífsreglurnar.

Elska þessa.

Brynjar ofurtöffari var að sjálfsögðu með í för.

HÉR er myndband af unglambinu frá því hann var 95 ára.
Ég held það séu ekki margir sem geta hlaupið á eftir beljunum sínum á þessum aldri.
Svo mikið flottastur bara!
Ég vona að ég verði svona hress þegar ég verð gömul.
Sorry með mig, ég er bara svo montin að eiga hann sem langafa :)




No comments:

Post a Comment