Wednesday, January 22, 2014

Ommnomm..

Þetta fer nú næstum því að verða eins og eitthvað matarblogg. 
En ég var beðin um uppskrift af 'muffins' sem ég gerði í dag, svo here it comes.

Allt sem er hollt og með einhverju próteinsulli hefur mér vanalega fundist bragðast eins og plastpoki eða eitthvað álíka girnilegt.
En loksins fann ég eitthvað sem mér finnst GOTT, og ég get borðað án þess að langa að æla.
Banana- hafra- prótein- eitthvað- muffins!
Ekki nema 70 kaloríur hver múffa og þæginlegt að grípa þetta í millimál t.d. fyrir svona fólk eins og mig sem er alltaf að vesenast með millimálin og nennir ekki neinu, hehe!
Það tekur án gríns svona max 25 mínútur að græja þetta, þá með því að henda þessu í ofninn og taka þetta út!

Ætla henda inn uppskriftinni, en ég fann hana á netinu en breytti henni aðeins.

Byrja á að hita ofninn í ca. 175°c.

- 1 banani
- 3/4 bolli eggjahvítur (ca. 4 egg)
- 1/2 bolli Létt jógúrt með vanillu (hægt að nota grískt jógúrt líka)
- 3/4 bolli haframjöl
- 2 skeiðar vanillu Whey prótein
- Dass af agave sýrópi
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi

Blanda þessu bara öllu saman í skál.



Skipta þessu svo jafnt niður í 12 form.
Og henda þessu í ofninn í ca. 17 mínútur. 
Eða þangað til það er hætt að koma á gaffalinn ef þið stingið í miðjuna.


Og það kom mér á óvart hvað þetta er gott!
(Það er hægt að smyrja smá grísku jógúrti ofan á líka, bara eftir því hvað fólk fílar. Mér finnst þetta ekkert síðra án þess)



Mæli með þessu fyrir þá sem eru í hollustupakkanum.
Hinir mega alveg líka samt.
Njótið!






No comments:

Post a Comment