Friday, January 17, 2014

Gleði mánaðarins á þessu heimili...

Okey. Ég bara verð að deila þessu!
Ég fann bara mestu snilldina um daginn.
Gjafapappír. Ég hef allan minn búskap hatað gjafapappírsrúllur, því grínlaust þá hafa þær aaaaallstaðar fyrir. Ég hef alltaf bara troðið þeim inn í einhvern skáp, svo eru þær fyrir mér og ég hendi þeim á endanum inn í einhvern annan skáp sem ég held að sé miklu betri staður, en nei þær bara ERU FYRIR!! Svo beyglast þær og krumpast og GAH. Já, ég og gjafapappír höfum aldrei verið miklir vinir. Bara einhverra hluta vegna þá hafa þær aldrei getað átt sinn samastað án þess að vera fyrir mér. 
Fyrr en núna, núna erum við mestu mátar. Já, núna elska ég gjafapappír.
Því ég fann loksins stað fyrir þetta drasl!!


Ég get svo svarið það. Afhverju datt mér þetta aldrei í hug?
VARIERA plastpokahylki úr Ikea.


Svo bara festi ég kvikindið á nagla inn í skáp. Og núna er þetta aaaaldrei fyrir mér. Þetta krumpast ekki né pirrar mig þegar ég er að ganga um skápinn. Þetta bara er þarna! 

Já, það þarf stundum lítið til að gleðja móður í fæðingarorlofi. Þetta var allavega nóg!

Mögulega er ég samt ein af fáum sem hefur átt í jafn miklu love-hate sambandi við gjafapappír í gegnum árin, en jæja.

Skyndiákvörðun dagsins: Ég er að fara á hjónaball á morgunn.
Reddaði pössun á korteri og nú er það bara stóra málið......
Í hverju á ég að fara? Úff... 
Ef ég hefði ákveðið þetta fyrr hefði ég keypt mér kjól. En nei, korter í ball er passlegur tími til þess að taka þessa ákvörðun Stefanía. 
Farin að reyna að finna út úr þessu. Wish me luck!
Adios!




No comments:

Post a Comment