Wednesday, December 11, 2013

Í kjólin fyrir jólin?

Eða í mussuna með hlussuna.......
Þýðir víst lítið annað!

Var hálfnuð með 30 daga plankaáskorunina um daginn og komst að því með hverjum deginum að grindin mín var augljóslega ekki komin í gúddí fíling eftir þessa meðgöngu og við hvert plank drapst ég meira og meira í mjóbakinu. Svo ég beilaði. Góð afsökun. Ég er aumingi. Ég veit.
Svo ég ákvað að henda mér frekar í eitthvað sem drepur ekki jafn mikið á mér mjóbakið og grindina. 



Push ups, tricep dips og squats. Wish me luck!
Hef minnstar áhyggjur af push ups og dipsunum. En ég hef verulegar áhyggjur af því að geta ekki gengið eðlilega þegar fer aðeins að líða á squatið.
Ég er samt að elska þessar 30 daga áskoranir!

Þannig ef ég verð ekki komin með sjúklega nettan botn eftir 30 daga. Sparkiði þá í mig því þá hef ég greinilega eitthvað verið að svindla. Eða þá að ég þarf að sparka í þann sem bjó þetta til ef þetta færir mér ekki eðal bossa!

Það er hægt að klikka á myndirnar og þá stækka þær fyrir þá sem ekki vissu. Svona ef þið viljið skoða betur. Jafnvel henda ykkur í þetta líka. Mana þig!

En ég er semsagt að mestu risin úr rekkju. Svo ég mun hlífa ykkur við vælandi veikindabloggum vonandi eitthvað á næstunni. Vonandi ykkar vegna.

En svona fyrir utan það, þá ef einhver vissi það ekki heldur þá er hægt að henda sér hérna til hægri á síðunni og þar getiði ýtt á 'Like' þar sem stendur 'Fylgstu með...' en þá fáiði í news feed á facebook þegar ég blogga. Og ég er náttúrulega svo einstaklega skemmtilegt eintak að ég geri ráð fyrir því að nú keppist allir um að ýta á like. Eða....


Ég skoraði nokkur rokkstig hjá syninum í dag þegar ég sótti hann á leikskólann á sleða. 
Hann er svo augljóslega sammála því sem ég byrjaði bloggið á. "Í mussuna með hlussuna".
Hann allavega skipaði mér að hlaupa alla leiðina heim. Mér leið svolítið eins og ég væri mætt í biggest looser eða eitthvað þegar hann öskraði "HLAUPAAAAAAAA!" um leið ef ég vogaði mér að svo mikið sem hægja örlítið á. Ég þorði ekki annað en að hlýða.
Svo fundum við stærstu brekkuna á leiðinni heim og brunuðum niður hana. Ég veit ekki hvort okkar skemmti sér betur. 
Held ég fari aðra sleðaferð á morgunn. Samt bara því ég veit að hann vill það pottþétt sko. Kannski smá líka svo ég geti rennt mér aðeins. Ég þroskast sennilega aldrei.


Stekkjastaur er búinn að koma við í glugganum hans Brynjars. Vííííí.
13 dagar í jólin!




No comments:

Post a Comment